Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 67
um um gervöll Vesturlöndin, er dauðadæmt. Það hefir
engin vitræn markmið, engar úrlausnir, enga liugsjón-
arlega framtíð. Formælendur þess og verjendur kunna
að vísu enn um sinn að verða þess megnugir, að leggja
ok óútmálanlegra þjáninga á milljónir manna. Þeir
kunna að geta látið heri sína strá um sig harmkvæl-
um og glæpaverkum. En eitt munu þeir aldrei geta.
Þeir munu ekki geta leyst þær skipulagslegu mótsetn-
ingar, sem eru að sprengja livert auðvaldsríki innan
frá. Af öllu því, sem um hefir verið liugsað á jörð-
unni til úrlausnar þeim málum, er það hinn vísinda-
legi sósialismi einn, sem getur bent á nokkur úrræði.
Honum tilheyrir framtíðin, af því hann er eina tilliög-
un mannlegra félagsmála, sem getur skapað framtið
fyrir mannkynið, sem samsvarar þeim vísindum og
þeirri tækni, sem eru árangurinn af vitsmunastarfi
mannanna.
III.
Fyrirsjáanleg endalok auðvaldsskipulagsins á Vestur-
löndum eru auðsénust af einni staðreynd: Á engum
vettvangi er neitt auðvaldsþjóðfélag megnugt þess að
halda áfram þeirri menningarþróun, sem gaf því gildi
sitt og sögulegan tilverurétt um skeið. Skerfur horg-
aralegs þjóðfélags til menningarþróunarinnar var i
stuttu máli sá, að innan vébanda þess skapaðist lýð-
ræðið, þátttaka almennings og ábyrgð i öllu opinberu
lífi, og lilutdeild hans í árangri visindanna og almennri
menntun. Innan vébanda þess skapast hugmyndin um
almenn mannréttindi og verður um skeið að menning-
arlegri driffjöður. Hver er afstaða l)orgarastéttarinnar
lil þessara verðmæta nú á dögum? Jafnvel í lýðræðis-
löndunum eru allir lireinir borgaraflokkar í meira og
minna opinberum fjandskap gegn öllum lýðréttindum.
Á Spáni á lýðræðisstjórn í ófriði við útlendan innrás-
arher einræðisveldanna, Þýzkalands og Ítalíu, og upp-
67