Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 69
herir atvinnuleysingjanna eru ýmist reknir inn á lier-
æfingasvæðin eða í ólaunaða þrælavinnu til „þjóð-
þarfa“, þ. e. jarðræktarstörf á góssum auðmanna og því
um likt.
Svo hraparleg sem þessi menningarhrörnun auðvalds-
þjóðfélaganna er á svæðum liins ytra lifs, þá er hún
nálega hálfu ískyggilegri á svæðum andlegra mennta.
Eitt glæstasta afrelc hins horgaralega þjóðskipulags var
i því fólgið, að þróa ineð sér frjálsa vísindalega rann-
sókn, gera árangur hennar að almenningseign með
hættri alþýðufræðslu, og þróa með sér fagrar listir í
ýmsum myndum, sem segja mátti að væru að verulegu
leyti aðgengilegar fyrir almenning. Auðvaldskipulagið
hefir nú í reynd algerlega afneitað þessum þætti for-
tíðar sinnar. í stað fræðslu og frjálsrar rannsóknar er
nú komin skipulögð fölsun lmglaka og staðreynda, sem
rekin er með miskunnarlausum áróðri ofan í fólk. í
lieilum þjóðríkjum er mönnum með einskæru ofbeldi
lialdið i blindri andlegri sjálfheldu. Og frjálsar listir
og bólcmenntir eru ofsóttar með öllum þeim valdatækj-
um, sem valdhafarnir eiga yfir að ráða. Allt andlegt
líf er fært í spennitreyju fávitans, sem sniðin er eftir
geðþótta, duttlungum og kreddum einræðisherranna. í
lýðræðislöndunum hafa borgaraflokkarnir að vísu ekki
fengið að svala sér með bókabrennum og ofsóknardóm-
um á hendur frjálslyndum rithöfundum og listamönn-
um. En hlöð þeirra eru opinská um slíkar óskir, og
þarf ekki lengra að fara en til íslenzkra ílialdsblaða,
þegar þau eru að ræða um þau snilldar rit, sem frá
sjónarmiði þeirra eru siiellibókmenntir.
Og hér höfum vér þá eitt af ákveðnustu einkennum
yfirstandandi tíma. Auðvaldsskipulagið liefir afneitað
sinni eigin menningarþróun og gefizt upp á að leiða
liana til meiri fullkomnunar. I stað þess ræðst það að
henni, livar sem það fær viðkomið og býst af alefli til
að tortíma henni. f einræðisríkjum fasista og nazista
69