Rauðir pennar - 01.01.1938, Síða 70
liefir það tekizt um stundarsakir. í lýðræðisríkjum álf-
unnar er kostur á að koma í veg fvrir það og liverfa
þróuninni fram á við á ný. Um þetta stendur menning-
arbarátta komandi ára. Ekki einungis úti i liinum stóra
heimi, heldur einnig og engu siður hér ó íslandi. Hér
eru öll hin sömu þjóðfélagsöfl að verki og starfa á
sama liátl að sömu markmiðum. Og hér, eins og ann-
ars staðar, er það aðeins ein stétt, hin upplýsta alþýða.
sem fær er um að laka þróunina í sínar hendur og
leiða hana til farsælla markmiða, — hrúa bilið milli
binnar samfélagslega skipulögðu framleiðslu annars
vegar og hinna sundurvirku félagsforma hins vegar.
Uetta er hið glæsilega hlutverk íslenzkrar alþýðu á
komandi árum. Uað fellur í þrjá meginliðu: verklega
fullkomnun framleiðslustarfsins, skipulega endursköp-
un félagsforma og þjóðskipulags til samræmis við það.
Og menningarlegt viðnám, gegn binum afturvirku öfl-
um, jafnframt því, sem byggt er ofan á menningar-
grundvöll liins borgaralega þjóðskipulags, og hann haf-
inn á æðra svið.
IV.
Hér skal nú ekki út í það farið, að ræða þær stjórn-
málalegu og félagslegu ráðstafanir, sem alþýða þessa
lands verður að gera, til þess að verða fær um að levsa
það blutverk silt af hendi, að laka þar við, sem auð-
valdsþróunin er komin í þrot. Ég ætla aðeins með ör-
fáum orðum að drepa á þá liliðina, sem liorfir að liinni
andlegu menningu þjóðarinnar.
Við skulum ekki ganga þess duldir, að hver og ein
af hinum lýðfrjálsu þjóðum Norðurlandanna liggur
undir sterkum áróðri einræðisríkjanna suður í álfunni.
Hann er rekinn í öllum hugsanlegum myndum. Með
viðskiptaþvingunum, heimsóknum og frekjulegum
fleðulátum. Með beinum áróðri í gegn um blöð borg-
arastéttarinnar á Norðurlöndum, sem horfir lil einræð-
70