Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 78
eigin menningarþróun og brýtur nú niður með öll-
um valdatækjum, sem það á yfir að ráða, þau menn-
ingarréttindi, sem skapazt höfðu innan vébanda þess
á velgengnisárunum.
4. Þessi menningar-fjandsamlega afstaða auðvaldsins
og þess þjóðskipulags, sem það ræður, byggist á því,
að með benni einni er því auðið að lialda enn uin
stund arðtökuaðstöðu sinni og forréttindum.
5. Það er nú orðið sögulegt hlutverk alþýðunnar, hinn-
ar vinnandi stéltar, að taka þar við, sem borgara-
stéttin gefst upp og leiða þessa menningarþróun á
æðra stig og fullkomnara, með því að gerbreyta svo
þjóðskipulaginu, að samræmi fáist milli hinnar at-
vinnulegu tækniþróunar og þjóðskipulags og félags-
forma. Leiðin til þess er fólgin í hinum vísindalegu
úrræðum sósíalismans.
6. Til sjálfsvarnar gegn fasismanum, siðustu og full-
komnustu barálluaðferð auðvaldsins gegn alþýðu,
eflir hún stéttarsamtök sin og pólitísk samtök, en
gerir þau jafnframt að vettvangi vísindalegrar
fræðslu um félags- og menningarmál — beitir áhrif-
um sínum til þess að færa inarkmið skólanna og
fræðslusnið i það horf —, en treystir þó engu til
sigurs, nema sjálfri sér og samtökum sínum.
A grundvelli þessara staðreynda heyir hún baráttu
sína — markviss og sigurglöð — fyrir betra lífi og full-
komnara þjóðskipulagi; fyrir réttlæti, frelsi og óendan-
legum möguleikum til aukins farnaðar og hamingju.
78