Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 86
En þaö var þá eitthvað annað. Hún þakkaði mér
mikillega fyrir skrif mín, en lét þess um leið getið, að
enn hefði ég engan þann rangtrúarfróðleik liaft fram
að færa, sem hún liefði ekki áður hlotið af vörum síns
látna eiginmanns, áður en hann flutti til hinna ófor-
gengilegu heima. Hann liafði frætt liana um uppruna
eingetnaðarliugmyndarinnar, hina argsömu tilorðningu
trúarjáíninganna og ótalmargt, þar sem trúarlærdóm-
ar kristinnar kirkju komu þversum yfir allar söguleg-
ar rannsóknir og grundvallarrök mannlegrar skynsemi.
Og eins og ungur nýguðfræðingur rifjaði hún upp með
mér ýmsar rangtrúarþrungnar skýringar á orðum heil-
agrar ritningar. Allt þetta hafði maðurinn hennar sagt
henni, — „svona í einrúmi“, sagði hún.
Það var hráðskemmtilegt að spjalla við gömlu pró-
fastsekkjuna. Og sérstaklega þótti mér mikið í viðræð-
ur hennar varið fyrir það, hve skýru ljósi þær vörpuðu
yfir þá prestakynslóð, sem til moldar var gengin, áður
en við nýguðfræðingar gerðumst salt jarðar úti um
byggðir íslands, viðliorf liennar til síns kirkjulega em-
bættis annars vegar og almennrar menntunar og þeirra
tíma upplýsingar hins vegar.
Sennilega liefir engin prestakynslóð hér á landi verið
saklausari af hindurvitna- og rétttrúnaðaritroðningi en
sú, er kvaddi um og fyrir síðaslliðin aldamót og naut
að nokkru við fram á annan tug þessarar aldar. Menn-
ingarlega séð liefir ísland aldrei verið fjær umheim-
inum en á skóla- og fyrstu manndómsárum þeirrar
kynslóðar. Þá reis hver aldan af annarri á hinu síkvika
hafi hinnar borgaralegu menningar, með nýjar upp-
götvanir og nýjar hugmyndir og nýjar hugsjónir. En
ísland var þá svo fjarri umheiminum, að það var vart
farið að kvika við strendur þess. íslenzkir skólamenn
þeirra tíma drukku i sig þessa strauma og ýmist sendu
þá til landsins í bókum og tímaritum og báru þá út
um byggðir þess í eigin persónu, og lenti það ekki sizt
86