Rauðir pennar - 01.01.1938, Side 87
í hlutskipti prestanna. Út um sveitir og smáþorp. voru
þeir víða hinir ötulustu og farsælustu boðberar og
frumherjar hinnar nýju menningar frjálslyndis og
framfara.
Öll upplýsing hefir ávallt verið í meginatriðum i
andstöðu við grundvöll hinnar „sönnu“ trúar, en þó
tók út yfir allt, að því er snerti uppgötvanir og kenn-
ingar hinnar horgaralegu menningar á 19. öld. í öll-
um sínum meginatriðum stillti hún sér gegn trúarbrögð-
unum i fullkominni og óvefengjanlegri andstöðu. En
þrátt fyrir kynni sín af þessari trúarandstæðu menn-
ingu, þá gættu prestarnir þess einkennilega vandlega,
að hleypa þessum nýju straumum ekki inn á liið kirkju-
lega svið. Jafnvel hinir gáfuðustu og menntuðustu
prestar létu það eftir sér eins og ekkert væri, að flytja
innantóman og áhrifalausan guðsorðaþvætting af pré-
dikunarstólunum sunnudag eftir sunnudag, en létu sér
það hinsvegar mjög i léttu rúmi liggja, þótt kirkju-
gestum fækkaði, messuföllum fjölgaði og trúaráliugi all-
ur færi þverrandi, því að þeim var það yfirleitt sæmi-
lega ljóst, að hamingja þjóðarinnar var á engan liátt
í veði fvrir þvi. Þeir gengu að sínu prestslega starfi,
eins og hverri annarri akkorðsvinnu, inntu af liöndum
ákveðin störf fyrir ákveðin laun. — „Mér þykir nóg
að hræsna á sunnudögum“, er haft eftir einum þeirra,
þegar liann var beðinn að flytja bæn í lok skemmti-
samkomu á virkum degi. Þessi gamansaga er mjög tákn-
andi fyrir afstöðu fjölda þessara presta til síns em-
bættis. Hræsni á sunnudögum fylgdi með í þeirra em-
bættis-akkorði, og þó ekki nema svo margir kæmu,
að fararidi þælti í kirkju. En bræsni í daglegu lífi var
utan við þetta akkorð og engin aukaþóknun fyrir það
verk. Og þessi hræsni var þeim ekki geðfelldari en
svo, að þeir kærðu sig ekki um að vera með auka-
hræsni fyrir ekki neitt. Og það var lika mjög takmark-
að, sem þeir hræsnuðu fyrir sjálfum sér. Þeim dettur
87