Rauðir pennar - 01.01.1938, Síða 103
vor á meðal verða henni tæplega þakkaðar. Hið sanna
er, að kirkja vor er heldur dauf og aðgjörðalílil og fram-
faralitil“ (hls. 5). „í kirkjunni óttast menn allar tilbrevt-
ingar og hugsa ekki til framfara, eru hræddir við frelsi
og hræddir við sannleika“ (bls. 6). „Kristindómskennsl-
an nú á tímum sýnist víða livar vera fólgin i því, að
menn framsetja og fastákveða vissa trúarlærdóma og
ætla svo prédikaranum allajafna að hreyfa sig eins og
í hring utan um þessar ákveðnu trúargreinar, en við
þetta verður prédikarinn framfaralaus og gjörir ekkert
annað en að prédika ár og síð sömu kenningar. Slík
kenningaraðferð er i mesta máta svæfandi, og gerir
fólkið liugsunarlaust og agndofa; því að hún getur með
engu móti haft menntandi eða vekjandi áhrif á mann-
lega sál. Þannig er prédikunarstarfið hjá oss þrælhund-
ið, eins og margt fleira“ (bls.59). „Annar galli við kirkju-
lifið er sá, að allur andi er stirðnaður við form og sið-
venjur, sem guðsþjónustan er reyrð niður við. Ég á við
það, að hinar kirkjulegu atliafnir eru svo einskorðað-
ar, að þær verka svæfandi fremur en vekjandi, svo að
ef vikið væri frá þrælbundnu formi, þá myndi það valda
hneyksli í söfnuðinum“ (hls. 6). Hann varar mjög við
hinum svæfandi áhrifum vanans í lielgiathöfnunum:
„Ég hefi við og við látið það í ljós í kenningum mín-
um, að ég er áhyggjufullur yfir þvi valdi, sem ég sé,
að vaninn liefir yfir mönnunum, því að ég óttast þau
sljóvgandi áhrif, sem hann liefir í mörgum greinum“
(hls. 217). Hann segist tortryggja allt, sem heitir vani,
„einnig og ekki sízt það, sem kallað er i lieiminum falleg-
ur vani. Hluturinn er sá, að þetta orð: „fallegur vani“
er — frá þessu sjónarmiði skoðað — rangmæli. Það er
enginn fallegur vani að liræsna fyrir skapara sínum
með ónýtum guðrælcnisiðkunum“ (bls. 219). Iiann segir,
„að nú hafi menn þá skoðun, að það nægi að vera krist-
inn að trúarjátningu, og hafa um hönd gamlar þulur,
hugsa i blindni, trúa í blindni og tala i hlindni og ráfa
103