Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 117
í tuni, enda voru þeir ekki fyrr stignir á land en þeir
símuðu til Rómaborgar, að liöfuðborg Islands hefði ver-
ið lýst fegurstu skrautljósum og á kafi i blómum í við-
liafnarskyni vegna komu þeirra. En til staðfestingar á
þessum símskeytum skrifaði íslenzkur sagnameistari sem
lifir í Danmörku, en elskar stórþjóðir, bók á dönsku
um komu ofangreinds loftflota til Islands, þar sem hann
lagði mikla áherzlu á það, live mikil nútimaþjóð vér
værum, íslendingar, og kynnum vel að hegða okkur
gagnvart stórveldunum; þessu til sönnunar skýrði hann
svo frá í bók sinni, að þegar fslendingar liefðu heyrt
dyninn af flugvélum fasistanna yfir liöfði sér, þá hefðu
þeir verið gripnir slíkum fögnuði og hamingju, að blá-
ókunnugir menn ruku hver að öðrum á strætum og
galnamólum höfuðborgarinnar og kysstu liver annan
grátandi. Nei það voru svei mér ekki skrælingjarnir á
íslandi þann daginn.
En frægðarljóminn er eitt og veruleikinn annað. Sann-
leikurinn var sá að daginn eftir gátu menn varla þver-
fótað í Austurstræti fyrir fólki sem leit út fyrir að vera
bréfberar og vikadrengir á gistihúsum. Þeir stóðu ein-
kennisbúnir á gangstéttunum og töluðu með handapati.
Og alvarlegir borgarar sem komust varla leiðar sinn-
ar fyrir þessari innrás, sögðu önuglega: Hvað eru þess-
ir bölvaðir spjátrungar að flækjast hér.
Það var allt og sumt.
Fasistaherforingjunum var skipt niður á gistihúsin i
bænum. Og það atvikaðist svo, að daginn sem Stebbi
var ráðinn á Hótel Geysi og færður í einkennisbúning-
inn og sæmdur piccóló-titlinum, þá flutti liópur af þess-
um ítölsku fasistum inn á hótelið, og allir klæddir ein-
kennisbúningum og báru titil.
Stebbi stóð i hótelfordyrinu borginmannlegur í ein-
kennisbúningi sínum og gagnrýndi einkennisbúninga
þeirra. Hann bar einnig ítalskan titil eins og þeir.
Þessir menn gerðu óhemju hávaða í húsinu, töluðu