Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 119
hans nokkra hríð, settust síðan aftur niður og átu. Yið
næstu máltíð byrjuðu þjónarnir auðvitað eins og fyrr á
því að ausa upp súpuna hjá manninum við hinn end-
ann á borðinu og ætluðu að enda á Pittigrilli eins og
þeir voru vanir. Þá stóð Pittigrilli upp og gaf mönnum
sinum fyrirskipun um að yfirgefa salinn. Þjónarnir
liorfðu undrandi á mennina raða sér upp tvo og tvo og
ganga liergöngu út l'rá rjúkandi súpunni.
Um kvöldið kom ræðismaður ítala i eigin persónu
á hótelið, og tilkynnti yfirþjóninum, að ef ekki væri
byrjað á þvi að ausa upp súpuna fyrir Piltigrilli og end-
að á manninum sem sat fjarst honum, þá yrði málið
lagt fyrir utanríkisráðuneytið.
Talclc fyrir, sagði yfirþjónninn og hneigði sig, og lof-
aði að spyrja þjónana. En þjónarnir sögðust þá liafa
lialdið að Pittigrilli væri maðurinn sem borgaði fyrir fé-
laga sína, en það væri siður á veitingahúsum að ausa
seinast upp fyrir þann sem borgaði.
Það er Mússólíni sem borgar, sagði ræðismaðurinn
æstur.
Talck fyrir, sagði yfirþjónninn og hneigði sig. En síð-
an þeir komu liefir okkur þvi miður ekki haldizt á nein-
um Englending. Englendingarnir þola ekki að heyra
smjattað.
Það kemur mér ekki við, sagði ræðismaðurinn. Sá
sem svivirðir Pittigrilli, svívirðir Mússólíni.
Takk fyrir, sagði yfirþjónninn og hneigði sig.
Síðan var það tal ekki lengra.
Daginn eftir átti Stebbi fri upp úr liádeginu. Það var
gott veður og sólin skein á fordyri gistihússins og á gang-
stéttina fyrir utan, og þarna stendur Stebbi i sólskin-
inu og tímir ekki almennilega að fara úr einkennis-
búningnum sínum strax, af því sólin skein svo yndis-
lega á gylltu linappana hans og á glitrandi gullboi'ð-
ann á buxnaskálminni hans og gullkaskeitið lians sem
var eins og kastarhola og sat út á skakk með band und-
119