Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 121
einni svipan snerist svipur hins ítalska fasista í eilthvert
voðalegt sambland af undrun, skelfingu og bræði, rétt
eins og það stæði liér andspænis honum launmorðingi
með rýting á lofti, og það allt út af þessari saklausu,
vingjarnlegu kveðju. Hann hafði heldur engar vöflur
á svarinu. I einu vetfangi þreif hann vindlinginn út úr
Stebha og fleygði honum, en lét um leið bylmingshögg
riða um kjálka piltsins með spanskreyr sínum.
Og þar með var draumurinn búinn.
Það er álilið að fáar þjóðir hafi þolað kúgun og yfir-
gang af xueiri kurteisi og undirgefni en íslendingar. Um
aldaraðir, allt fram á þennan dag, lifðu þeir í skiln-
ingsríkri sáttfýsi við kúgun, án þess að gera nokkru
sinni tilraun til uppreistar. Eugri þjóð var byltingar-
hugtakið jafn framandi. Æfinlega voru íslendingar
reiðubúnir að kyssa þann vöndinn er sárast beit og Irúa
því að kaldrifjaðasti böðullinn væri þeirra sannasta
hjálp og öruggasta skjól.
En þótt ótrúlegt megi þykja um þessa vel vöndu þjóð,
þá geta þau augnablik komið fyrir einstöku sinnum,
að þeir gleyma sínu æfagamla uppeldi, gleyma allri
sinni kurteisi, allri undirgefni sinni og lotningu fyrir
frekju og yfirgangi, og svara löðrungnum á fullkom-
lega náttúrlegan hátt, án þess að velta fyrst vöngum
eða brjóta heilann um þær göfugu og ósíngjöniu orsak-
ir sem liljóti að hafa legið til þess að þeim var gefið
á kjaftinn.
Einmitt í dag var eitt af þessum tiltölulega sjaldgæfu,
en þeim mun hamingjusamari augnahlikum i li'fi þjóð-
arinnar. Ekki hafði Pittigrilli herforingi fyrr gefið Stef-
áni Jónssyni á kjaftinn með stafnum sínuixi en drengur-
inn hljóp undir herforingjann og greip hann fanghrögð-
um. Herforinginn var þessu viðbragði óviðbúinn, enda ó-
vanur slíkum góðgerðum á Ítalíu, þar sem ekki er siður
að vikadrengir á gistiliúsum fljúgi á liáttsetta fasista-
hei-foringja og líklega yfirleitt ekki að þvi skapi van-
121