Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 134
ár, en neyddist til að liætla því starfi vegna veikinda.
Árið 1929 kom fyrsta bók hans út, Spökskepp. Henni
var vel tekið, en fáa mun
þó hafa grunað, hvað bjó
í þessum unga sjómanni.
Tveim árum seinna kom
Nomad. Nafnið er tákn-
rænt; hann er ennþá
hirðinginn, sem hvergi á
sér varanlegan samastað.
Ári seinna kom svo Re-
sor utan mál, frásagnir
frá ferðum hans um víða
veröld. Þar á meðal er
einn kafli frá Reykjavík.
Næst í röðinni var Kap
Farvál, sem var endur-
prentuð tíu sinnum' á
fáum mánuðum og óð-
ara þýdd á ensku. Efni
tegundar og „Resor utan mál“.
eiga lítið skylt við venjulegar
ferðasögur. Höfundurinn lýsir umfram allt áhrifum
þeim, sem liann verður fyrir af umhverfinu, og hann
gerir það á slíkan hátt, að jafnvel hversdagslegustu hlut-
ir verða töfrandi skáldskapur í meðferð lians. Stíll Mar-
tinsons er með afbrigðum sérkennilegur. Það má segja,
að liann skrifi nýtt mál, mál, sem er auðugt að frum-
legum og markvissum líkingum og óvenjulegum orða-
samhöndum, er koma lesandanum á óvænt og neyða
hann til að sjá með augum höfundarins. Hugkvæmni
hans virðast engin takmörk sett. Marlinson liefir stund-
um verið sakaður um tilgerð og orðagjálfur og vera
má, að nokkuð sé hæft í því um ýms kvæði frá þeim
tíma, er hann hneigðist að surrealisma, þó að ljóð lians
séu annars yfirleitt einföld og látlaus.
Harry Martinson.
hennar er svipaðrar
Báðar þessar bækur
134