Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 146
Og zarinn? spurði liann allt í einu, skjálfandi af eftir-
væntingu og lotningu.
Það er enginn zar til lengur, Boris, lionum liefir ver-
ið steypt af stóli.
Það er enginn zar til lengur. Hann horfði skilnings-
laust á forstjórann. Seinasta ljósið slokknaði fyrir aug-
um lians. Ég kemst þá ekki heim? spurði liann alveg
ráðþrota.
Ekki eins og stendur, þú verður að bíða, Boris.
Lengi ?
Ég veit það ekki.
Svipur flóttamannsins varð ennþá sorgbitnari og þung-
búnari. Ég er búinn að bíða svo lengi. Ég get ekki beð-
ið lengur. Vísið mér veginn; ég ætla að reyna.
Það er enginn vegur, Boris. Við næstu landamæri
verður þú tekinn faslur. Verlu bér kyrr, við skulum
útvega þér einhverja vinnu.
Fólkið hér skilur mig ekki og ég skil það ekki, svar-
aði liann þrákelknislega. Ég get ekki verið hér. Hjálp-
ið mér, herra.
Ég get ekki hjálpað þér, Boris.
Hjálpið mér fyrir Krists skuld, herra. Hjálpið mér,
ég þoli þetta ekki lengur.
Ég get það ekki, Boris. Enginn getur öðrum hjálpað
á þessum tímum.
Þeir stóðu þögulir livor andspænis öðrum. Boris sneri
húfuna saman milli lianda sér. Hví hefi ég þá verið tek-
inn að heiman? Mér var sagt, að ég ætti að verja Rúss-
land og zarinn, en Rússland er samt langt í burtu og
þér segið að zarnum liafi .... hvernig sögðuð þér?
Verið steypt af stóli.
Stejrpt af stóli, endurtók hann, án þess að skilja mein-
ingu orðanna. Hvað á ég þá að gera, herra? Ég verð
að kornast heim. Börnin min hrópa á mig. Ég get ekki
lifað hér. Hjálpið mér, herra, lijálpið mér.
Ég get það ekki, Boris.
146