Rauðir pennar - 01.01.1938, Síða 151
Djöfullinn þinn! æpti hún, ég kem ekki með þér, ég
þarf þín ekki með. Láttu mig bara i friði! Hjálp!
Út úr náttmyrkrinu kom næturvörður, nam staðar
svo sem fimm skrefum frá okkur og spurði harkalega:
Hvaða hávaði er þetta? Hver er með ólæti hér?
Ég sýndi honum fram á, að konan gæti hæglega
drukknað í pollinum og að þess vegna vildi ég draga
hana upp úr. Næturvörðurinn virti fyrir sér hina
drukknu konu, spýtti, ræskti sig hátt og sagði með skip-
andi rómi: Masekka! Komdu upp úr!
Ég vil það ekki!
Komdu upp úr, segi ég!
Ég kem ekki, segi ég!
Þá verður þú lamin, skepnan þín! tjáði næturvörð-
urinn með mestu ró, og sneri sér um leið að mér með
meinleysislegu látbragði, sem einkennir suma kjafta-
skúma, og sagði i einlægnislegum tón:
Hún á lieima hérna í grenndinni, þessi Maseklca. Þeg-
ar hún er ódrukkin, þá tætir hún gamlan hamp. Áttu
sígarettu?
Við förum að reykja. Konan öslaði i pollinum og
æpti:
Ég hræki á yfirvöldin! Ég er sjálf mitt eigið yfir-
vald! Ég haða mig hvenær sem mér sýnist!
Ég get séð þér fyrir baði, sagði næturvörðurinn í
aðvörunartón; þetta var roskinn, skeggjaður og krafta-
legur skrjóður. Svona djöflast hún nærri því á liverri
nóttu — og á þó heima örkumlaðan snáða ...
Á hún heima langt i burtu héðan?
Réttast væri að stúta henni, sagði hann, án þess að
svara spurningu minni.
Ættum við ekki heldur að koma henni heim? spurði
«g.
Nælurvörðurinn frísaði í skeggið, lýsti í andlit mér
með sígarettuglóðinni, vék sér frá mér, stappaði i leðj-
unni á stígvélabullunum og rumdi um leið og liann
151