Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 155
Varúð! ■— N. R. & Co. A.G.
Gluggakistan nam við axlir drengsins. Á veggnum
voru mjóar hilluraðir, og á þær var hlaðið vindlinga-
hylkjum og eldspýtustokkum. Hjá kistunni, sem dreng-
urinn lá í, stóð önnur kista, lclædd gulum strápappír,
og var hún auðsjáanlega notuð fyrir horð. Drengur-
inn liafði krosslagt mjóslegna armana undir hnakkan-
um og liorfði upp í dimman gluggann. Þegar ég hafði
afklætt konuna, fleygði ég hlautum görmunum á ofn-
inn. I horninu stóð þvottaskál. Ég þvoði mér um hend-
urnar, þurrkaði mér með vasaklútnum mínum og sagði
svo við drenginn:
Svona, vertu sæll!
Hann leit á mig og hvíslaði:
Á ég nú að slökkva Ijósið?
Eins og þú vilt!
Ætlarðu að fara? Ætlarðu ekki að leggjast ....
Hann rétti út liöndina og henti á móður sína.
— hjá henni?
Til hvers? spurði ég vandræðafullur og undrandi.
Það veiztu sjálfur, sagði hann liræðilega ófeiminn
•og hispurslaus.
Hann teygði úr sér og bætti við:
Allir leggjast lijá henni.
Ég leit í kring um mig í einhverju ráðaleysi. Til
hægri handar gapti við opinn arinn, á ofnplötunni stóð
■óhreinn pottur, í króknum á bak við kistuna lágu stuhb-
ar af tjörguðum köðlum, hrúgur af tættum hampi,
spýtnarusl, spænir og vatnsgrind; við fætur mér bleik-
ur likami konunnar.
Má ég vera lijá þér svolitla stund? spurði ég drenginn.
Hann leit á mig og svaraði:
Hún vaknar ekki fyrr en á morgun.
Hvað snertir það mig?
Ég settist á hækjur við hlið hans hjá kistunni, og
reyndi að segja honum með viðeigandi skemmtilegum
155