Rauðir pennar - 01.01.1938, Síða 156
orðum, hvernig ástatt var fyrir móður hans þegar ég
hitti hana.
Hún sat í pollinum, notaði hendurnar fyrir árar og
söng um leið.
Hann kinkaði kolli, brosti dauflega og nuddaði sér
um bringuna.
Hún liefir gert það vegna þess, að hún var drukkim
En þó að hún sé ódrukkin, getur hún líka fundið upp
á allskonar fíflalátum. Hún er eins og lítið barn.
Ég fór að taka betur eftir augum lians. Þau virtust
bókstaflega loðin: augnahárin voru óvenjulega löng og
augnalokin vaxin þéttu, fíngerðu hári. Bláleitir skugg-
ar livíldu undir augunum, og sýndist blóðlaust andlit-
ið ennþá bleikara fyrir það. Rauðleitur hárlubbi féll
niður á hátt ennið, sem var með smágjörvum hrukk-
um yfir nefinu. En svipnum i liinum rólegu og rann-
sakandi augum er ekki hægt að lýsa. Þetta undarlega,
því nær yfirnáttúrlega augnaráð, var mér næstum því
ofraun að þola.
Hvað er að fótunum á þér?
Hann hreyfði sig strax, lyfti ofan af sér leppunum,
svo að visinn fótleggur kom í ljós. Fóturinn var eins
og birkiprik, og hann lagði hann með hendinni upp
á kistubrúnina.
Svona eru fæturnir á mér. Þeir hafa báðir allt af
verið svona, síðan ég fæddist. Ég get ekki gengið með
þeim. Þeir eru líflausir. Þeir bara hanga neðan i mér>
Og hvað er í hulstrunum og stokkunum?
Dýrasafnið mitt, svaraði hann.
Hann tók um fótinn á sér, eins og um staf, lagði
liann niður á kistubotninn, breiddi ofan á hann lepp-
ana og sagði um leið og hann brosti innilega:
Á ég að sýna þér það? Seztu almennilega. Annað
eins hefir þú aldrei séð.
Hann reisti sig rösklega og fimlega til hálfs, með
mjóum og þvi nær ónáttúrlega löngum handleggjum,
156