Rauðir pennar - 01.01.1938, Side 157
lók hulstrin ofan af hillunum og rétti þau að mér, eitt
og eitt í senn.
Hérna, líttu á, opnaðu þau samt ekki, annars geta
dýrin sloppið. Haltu þeim við eyrað og hlustaðu. Heyr-
irðu, ha?
Það hreyfist eitthvað innan í því.
Ha, það er stóra köngurlóin. „Trumbuslagarinn“ heit-
ir óþokkinn sá, slunginn og undirförull.
Nú Iiafði færzt líf í hin undraverðu augu hans, og
um gráfölt andlitið lék bros. Með fljótum og fimleg-
um liandaburði tók liann stokka og hulstur ofan af
hillunni, hélt þeim fyrst við eyrað á sér, þvi næst að
mínu eyra og sagði áfjáður:
Hér er gráloddan Anisím. Þessi Anisím er montinn
eins og soldátarnir. Hér er flugan, sem heitir „Embættis-
mannsfrúin“, dæmalaus ókind. Allan daginn skamm-
ast hún og rífst, við hvern sem hún hittir. Hún hefir
meira að segja hárreitt móður mína -— ekki flugan,
heldur embættismannsfrúin; flugan er bara alveg eins
og hún. Og hér er stóra, svarta gráloddan. Það er hús-
eigandinn liérna. Hann er alveg fyrirtalc. Hann er bara
drykkjumaður og skammast sín ekkert fyrir likamann
á sér. Þegar hann er fullur, skríður hann allsnakinn
um garðinn, loðinn og svartur eins og hundur. Hér er
tordýfillinn. Það er Nikatím frændi. Ég veiddi hann
í garðinum. Hann er pilagrímur. Hann segir fólki, að
hann sé að safna handa kirkju. Hann heldur líka við
móður mína. Hún kallar hann „Svíðinginn“. Hún get-
ur haft eins marga og hún vill — alveg eins og flug-
ur — þó að vanti á hana nefið.
Ber liún þig ekki?
Hún móðir mín! Það ætti hún að reyna!! Hún getur
ekki lifað án mín. Hún er góð kona. Hún bara drekk-
ur. Nú, — við götuna hérna drekka allir. Hún er lag-
leg og lika skemmtileg .... já, .... hún bara drekk-
ur, bölvuð pútan sú arna! Ég er allt af segja við hana:
157