Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 165
Það færðist í liann líf og fjör, og augun leiftruðu.
Hann lyfti loðnum augnabrúnunum og söng með hásri
altrödd: Arína liggur í ljúfri sæng.
Ég hlýddi á hann stundarkorn og sagði svo:
Þetta eru ósiðlegar vísur.
Allar visur eru svona, sagði hann, án hinnar minnstu
blygðunar. Allt í einu settist hann upp.
Heyrirðu?! Það er að koma músik! Lyftu mér! Fljótt!
Fljótt!
Ég tók undir mjóa lærprjónana á honum og lyfti
honum upp. Hann teygði sig áfergjulega með höfuðið
út um opinn gluggann. Visnir fæturnir dingluðu fram
og aftur og snertu vegginn hægt og hljóðlega.
I garðinum var malað á lýrukassa, i gríð og ergi, og
spjó hann úr sér sundurslitnum, gjallandi lagstúfum.
Krakki lirein af kæti með digurbarkalegri raustu, og
hundur hjálpaði til með þvi að reka upp spangól. Ljonka
hlustaði á þennan liljómleik og raulaði með á milli
tannanna.
Á meðan hafði rykið þarna inni jafnað sig og sjatn-
að, og birti i kjallaranum. Á veggnum yfir flatsæng-
inni hékk klukka, sem hlaut að liafa kostað eina rúblu;
niður úr lienni, framan á gráum veggnum, dinglaði
pendill á stærð við fimmeyring; óhreini potturinn stóð
ennþá á ofninum. Á öllum hlutum lá þykkt ryklag,
sérstaklega var það mikið í öllum hornum og skotum,
og héngu þar allstaðar tætlur af köngulóarvefum. Bú-
staður Ljonka minnti á skarngryfju. Og hver einasti
ferhyrningsþumlungur i þessari gryfju opinberaði misk-
unnarlaust alla þá viðurstyggð, sem er sameiginleg allri
eymd og örbirgð.
Samóvarinn suðaði leiðinlega. Lýrukassinn var allt
i einu þagnaður, eins og samóvarinn liefði stungið upp
í hann og lirætt liann með sinni suðu. Það var kallað
í ruddalegum rómi:
165