Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 168
úti á ökrunum og engjunum. Hefir þú nokkurn tíma
komið út á akrana og engjarnar?
Auðvitað.
Segðu mér hvernig þar er.
Ég sagði honum frá ökrum og engjum.
Hann hlustaði á mig fullur eftirtektar, án þess að
taka fram í fyrir mér. Augnahárin huldu augun til
hálfs, og munnurinn fór smámsaman að opnast, eins
og hann væri að sofna. Ég tók eftir þessu og lækkaði
róminn. Þá kom móðirin inn með suðandi samóvar-
inn; undir hendinni liélt hún á bréfböggli, upp úr treyju-
vasanum stóð flöskustútur.
Hér er ég.
Fallegt, andvarpaði drengurinn og reif i sundur aug-
un, allt saman grös og blóm. Þú ættir að útvega lijól-
hörur, móðir, og aka mér út á engjarnar og akrana,
annars dey ég án þess að liafa séð það. Þú ert annars
ljóta gerpið, endaði liann mál sitt, sár og liryggur.
Konan sagði milt og aðvarandi:
Þú átt ekki að vera með þessar skammir, þú ert allt
of lítill til þess.
Ég má ekki skammast! Þér getur liðið vel. Þú getur
gengið hvert sem þú vilt, eins og liundur! Þú ert sæl!
Heyrðu mig, sagði hann og sneri sér að mér, hefir góð-
ur guð skapað akrana og engjarnar?
Auðvitað.
Og til livers?
Handa mönnunum til að skemmta sér á.
Út á akrana — út á engjarnar, sagði liann, eins og
i draumi, og andvarpaði. Ég mundi taka dýrasafnið
mitt með mér og sleppa öllu lausu. Leikið ykkur nú,
sambýlismenn! mundi ég segja. Heyrðu mig! Hvar var
guð skapaður? — í guðshúsinu?
Móðirin rak upp skellihlátur og bókstaflega veltist
um; hún fleygði sér niður í flatsængina, sparkaði með
fótunum og hrópaði;
168