Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 172
fyrir neinum. Nema þetta sem þér sjáið — hvað ég
er afmynduð. Allir sjá undir eins, til hvers ég henta.
Já, drengurinn elr sofnaður — auminginn minn. Er
hann ekki inndælt barn?
Jú, verulega inndælt!
Ég get aldrei orðið þreytt af að horfa á hann. Og
skynsamur er liann líka. Ekki satt?
Hann er mjög vel gefinn.
Já, það er einmitt það, sem hann er. Faðir hans var
gamall heldri maður, einn af þessurn — hvað eru þeir
nú annars kallaðir? Einn af þessum, sem hafa skrif-
stofur, — æ, þú — þeir skrifa skjöl. Hvað heitir það>
nú annars?
Skj alaritari.
Einmitt! Alveg rétt! Það var mjög geðfelldur, gam-
all maður .... svo vingjarnlegur! Honum þótti mjög
vænt um mig. Ég var stofuslúlka lijá honum.
Hún breiddi leppana ofan á fætur drengsins, lagaði
undir liöfðinu á honum, og hélt svo áfram með ákafa:
Það varð mjög brátt um hann, — um miðja nótt.
Ég var þá ennþá hjá lionum. Þá féll liann á gólfið —
og var dauður. Þér verzlið með kvas?
Já.
Fyrir sjálfan yður?
Nei, fyrir húsbónda minn.
Hún færði sig snögglega nær mér og sagði:
Þér þurfið ekki að liafa neinn viðbjóð á mér, ungr
maður. Ég smita ekki lengur! Þér getið spurt alla að
hér í götunni. Þeir vita það allir.
Ég hefi alls engan viðbjóð.
Hún lagði litla höndina, með naglalausum, sprungn-
um fingrunum, á kné mér og hélt einlægnislega áfram.
Ég er yður ákaflega þakklát. Fyrir Ljonka. Þetta
hefir verið honum sannarlegur hálíðisdagur. Þetta var
ákaflega fallegt af yður ....
Nú verð ég að fara, sagði ég.
172