Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 173
Hvert? spurði hún með undrunarsvip.
Ég þarf að vinna.
Verið þér bara kyrr.
Ég má það ekki.
Hún leit sem snöggvast á drenginn, síðan út um glugg-
ann upp í himininn, og sagði svo i liálfum hljóðum:
Máske viljið þér samt vera kyrr? Ég get lagt klút
yfir snjáldrið á mér .... Mig langar svo mikið til að
sýna yður einhvern þakklætisvolt .... fyrir drenginn
minn .... Sem sagt, ég legg klút . .. ., ha?
Hún talaði svo ómótstæðilega mannlega, svo vingjarn-
lega, með svo innilegri tilfinningu. Augu hennar, þessi
Jbarnslegu augu, í hræðilegu andlitinu, voru full af brosi,
og það var ekki bros ölmusukonu, lieldur ríks manns,
sem er sér þess meðvitandi, að hann á eitthvað til að
sýna með þakklæti og viðurkenningu.
Móðir! hrópaði drengurinn og settist upp til hálfs.
í>arna skríða þeir .... Móðir .... komdu ....
Hann er að dreyma, sagði móðirin, og beygði sig yf-
ir son sinn.
Ég gekk út í garðinn, nam staðar og varð hugsi. Út
um opinn kjallaragluggann kvað við söngur með hinu
skringilega nefhljóði. Móðirin var að syngja barn sitt
í svefn; og hvert orð í liinum ömurlegu stefjum bar
hún skýrt og hreint fram, svo að vel mátti greina:
Að oss sækir eymd og böl,
allt er líf vort bitur kvöl.
Hnífur sorgar hjartað sker, —
hversdagsraunir enginn sér.
Hvar er vegur? — Hvar er leið?
Hvert skal flýja þessa neyð?
Ég flýtti mér út úr gaðinum og varð að bíta á jaxl-
inn til þess að gráta ekki eins og barn.
Jón Pálsson frá Hlíð þýddi.
173