Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 180
Það var Fiðlu-Óli, svarar grein í grænum rann,
til grafar var hann borinn í dag.
Hefði ég, svarar vindurinn, vitað að það var hann,
hefði eg valið honum þrumustormsins brag.
Yfir lyngása og mýrar þokast leifar látins manns,
er Ijómi dagsins blandast aflanró.
En er kvöldblærinn þýtur og þreytir um lioltin danz,
er þrammað gegnum Hreimstaða-slwg.
Þar halda aftur fjórir menn hnuggnir heim á leið,
og hljóðir sem við þögla bænagjörð,
en í sporum þeirra rósirnar drekka dauðaveig
á döggvotri en fagurgrænni jörð.
Ilver veitir, tauta burðarmenn, mæddri móður fró,
og mildar kjör, — þá sonurmn er nár?
Hví er troðin okkar fegurð, liví er rofin okkar ró?
kveina rósirnar með opin, banvæn sár.
Það var dauðinn, sem hélt gegnum Hreimstaða-skóg,
söngla hríslurnar í grænum skógarrann, —
það var hann, sem í duftið með djörfung ykkur sló,
er hann danzinn tróð við látinn spilamann.
Um byggð og hreysi kotunganna svífur söngvagjörn
hin svarta nótt með hvarflandi brá.
Frá vestri leggur bjarma yfir torfmýri og tjörn
og tónar berast sefinu frá.
Og kaldur stormur hrín, en um heiðalandsins böl
syngja hrannirnar með freyðandi tröf.
Og nóttin flytur bæn yfir vötnin feigðarföl,
því Fiðlu-Óli er stirðnað. lík í gröf.
180