Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 184
arnir. Þið eflið flokkadrátt og mannvíg, svo að land-
inu liggur við gereyðingu. Það er þvi líkast sem þið
höfðingjarair eigið það eitt áhugamál, að strádrepa
alla alþýðu í landinu. Hver veit nema sá tími komi,
að þú verðir einn manna eftir á Islandi og ríkir yfir
fiskum sjávarins og fuglum himinsins.
Gissur: Yel má ég þola gamanyrði þín, konungur,
því ég veit, að margir hinir ágætustu menn tala þá
gáleysislegast, þegar þeim er þyngst fyrir brjósti. Þér
er og manna kunnast, að víðar eru flokkadrættir en
á fslandi. Yeizt þú vel, hversu freklega skerst i odda
með höfðingjum liér í Noregi, ef landið er konungs-
laust daglangt, og því er ekki um að sakast, þótt ófrið-
ur sé á íslandi, þar sem aldrei hefir verið konungur.
Það er sannfæring mín, Hákon konungur, að það sé á
þínu færi og einskis manns annars að koma á friði
á íslandi, enda myndi þá vegur þinn vaxa, ef þú yrðir
konungur yfir báðum löndunum. Allt frá því fsland
byggðist hefir það verið takmark Noregskonunga, að
sameina hæði löndin í eitt voldugt ríki, en alla liefir
þá skort stjórnvizku og þrautseigju, til þess að það
mætti takast. Þú myndir fullkomna viðleilni feðra þinna
og verða um leið fremstur allra þinna göfugu ættmanna.
Húkon gamli (brosir góðlátlega): Mjúk er tunga þín,
Gissur Þorvaldsson, og gætu ókunnugir lialdið, að þú
liefðir aldrei til íslands komið, svo hjartfólginn gcrist
þér nú málstaður vor Noregskonunga.
Gissur (með ákefð): Þú hefir sjálfur, herra, rakið
saman ættir vorar.
Hákon gamli: Ég hefi gert nokkrar tilraunir til að
koma vitinu fyrir ykkur íslendinga og friða landið, svo
að hagur þjóðarinnar geti blómgazt að nýju. En þeir
menn, sem lofazt hafa til að flytja erindi mitt, hafa
annað hvort eflt enn meiri ófrið enn fyrr eða hafzt ekk-
ert að. Veit ég ekki, hver gleði mér verður að skeri
184