Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 194
Hákon gamli: En það vil ég segja þér að skilnaði,
að ég mun hafa gát á þér. Verður það sjálfum þér fyr-
ir verstu, ef þú snýst á móti mér, og farðu nú vel frændi
(faðmar Gissur. ÍJt).
Ingibjörg (inn): Fenguð þér fararleyfið?
Gissur: Já, Ingibjörg. Nú er mér ekkert að van-
búnaði.
lngibjörg: Ég skal ekki tefja yður. Mig langaði að-
eins að óska yður fararheilla.
Gissur: Ég er hamingjusamur, Ingibjörg. Nú er ég
aftur frjáls. Ég sigli í kvöld.
Ingibjörg: Það gleður mig, að þér eruð hamingju-
samur.
Gissur (virðir Ingibjörgu hugfanginn fyrir sér): Það
gleður yður, að ég er hamingjusamur. Slík orð hefi ég
aldrei heyrt. Þér fagnið því, að áform mín heppnast,
jafnvel þótt óskir yðar sjálfrar hnigi í aðra átt? Er
það svo? Eigið þér engan hlut í minni hamingju?
lngibjörg: Jú, Gissur, ég er líka liamingjusöm. Ég
veit, að þér hljótið að koma einhverju óvenjulegu til
leiðar (brosir). Þér eruð óvenjulegur maður. Ég veit,
að afrek yðar verða glæsileg. Ég veit, að ég mun dást
að þeim, og þykja vænt um þau, þó að ég eigi engan
hlut í þeim sjálf. En hrottför yðar kom mér aðeins
svo óvænt.
Gissur: Fagra Ingibjörg. Mér finnst líka sárt að
skilja við yður. Ég hugga mig við það, að skilnaður-
inn verður skammvinnur. Við hittumst aftur fyrr en
varir, og skiljum ekki framar.
lngibjörg: Já, ég veit það. Þér skuluð ekkert óttast
um mig. Ég bíð róleg.
Gissur: Þér treystið mér fullkomlega? Þá er auðveld-
ara að vísa hverskonar áhyggjum á bug. Ég vona, að
ég sjái enga dapra daga á andliti yðar, þegar ég kem
aftur. Má ég treysta því?
Ingibjörg: Já, Gissur. Þér megið treysta því. Dag-
194