Rauðir pennar - 01.01.1938, Síða 204
Eruð þið nú farnar að drekka te á kvöldin?
Já, svona stundum. Mér þykir það nú miklu verra en
kaffi, sagði frú Geirdal, en það þykir eiginlega fínna.
Nú, svoleiðis, sagði Hanna hlæjandi. En blessuð,
farðu nú að taka aspirínið, svo að þú verðir í lagi.
Mundu þá--------, sagði frúin.
Já, greip Hanna fram í. Ég skal muna það allt, og
meira til.
Þegar mamma liennar var svo farin út úr stofunni,
stillti Hanna viðtækið á útlönd, náði i háværa jazz-
músik, kveikti sér í sígarettu, fleygði sér upp í divan
og trallaði undir.
Nokkru seinna um kvöldið stóðu þær Hanna og Dóra
ferðbúnar fyrir framan stóra spegilinn í forstofunni
og biðu eftir bílnum.
Frú Snjáfríður Geirdal kom fram í stofudyrnar, end-
urnærð eftir bvíldina, i brakandi silkikjól og með stór-
an gullkross á brjóstinu.
Innan úr stofunni heyrðist ánægjukliður í gestunum
og þægilegur viðbafnarmálrómur Geirdals forstjóra.
Þú ættir annars að fara í brúna pelsinn minn, sagði
frúin við dóttur sína.
Ertu orðin verri. Heldurðu að ég fari i pels, til þess
að taka af mér allan vöxt. Það bíður nú bara.
Jæja, skrepptu þá fyrir mig niður í kjallara lil henn-
ar Láru og biddu hana að líta eftir miðstöðinni. Hún
Stína hefir engan tíma til þess í kvöld.
Ég hefði nú kannske átt að senda lienni einhverja
ögn upp í krakkana.
Æ, sendu bana Stínu heldur með það, sagði IJanna.
Bíllinn fer alveg að koma.
Jæja, það verður þá að biða til morguns, sagði frú-
in. En viljið þið ekki heldur koma bina leiðina, fyrst
þið ætlið i kjallarann?
í gegnum allar frúrnar? -— Ekki fyrir borgun.
204