Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 207
Það gat varla verið mjög kalt uppi. En það er vist
bezt að bæta í samt. Hún mokaði nú nokkrum skófl-
um á eldinn, en bætti svo snögglega og horfði hugfang-
in á niðurliöggnar spýtur, sem lágu í hrúgu á gólfinu.
Ekki þyrfti hún margar spýtur til þess að hila sér
kaffisopa. Hana langaði svo sárt í vel heitt kaffi.
En kolamola þá?
Nei, nei, ekki að stela.
Hún beygði sig niður, tók upp nokkrar spýtur og þef-
aði af þeim. Þá heyrði hún liáværan barnsgrát. Hún
kipptist við og hljóp inn í lierbergið sitt og tók ekki
eftir, að hún var með spýturnar í höndunum, fyrr en
hún kom inn. Jæja, hún gat fleygt þeim fram seinna,
hugsaði hún.
En hún opnaði þó ofninn og lét þær þar inn.
Hún stakk svo sykurmola upp í eldra barnið, sem
var tveggja ára drengur, fölur og þrútinn um augum
En litlu stúlkuna tók hún upp og lagði á brjóstið. Það
var víst heldur lítil mjólkin. Hana vantaði svo sárlega
lieitt lcaffi.
En hvað hana gat sviðið i augun. Hún náði sér í
vasaklút og strauk eittlivað burtu. Það voru ekki tár.
Það var kolareykur. Og hún fór allt í einu að hugsa
um hvað langt væri síðan að hún hafði grátið, næst-
um því jafnlangt og síðan hún hafði glaðzt. Hún liorfði
á svörtu blettina á hvíta klútnum.
Kol.
Hún ætlaði ekki að bæta aftur í miðstöðina. Þær
gátu gert það sjálfar.
Það var eklti nema 13. i dag. Hvernig átti hún að
fara að því að lifa fram að mánaðamótunum. Þá fékk
hún meðlagið af bænum með börnunum. Hún átti ekk-
ert til þess að láta í ofninn, og aðeins eina krónu eft-
ir. Þetta fór mest í slculdir, óðara og liún var búin að
ná í það. — Átti hún ennþá einu sinni að leita til
kunningj anna?
207