Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 229
gjaldþrota. Lönd og þjóðir í sárum. Það var sá arfur,
er alþýðan tók við í byltingu sinni 1917.
2. Sovétlýðveldi alþýðunnar. Gat þá alþýðan haf-
izt handa um uppbyggingu sína þegar í stað? Nei. Fyrst
þurfti að kveða niður uppvakning hins gamla skipu-
Jags. Herforingjar Iteisarans gerðu bandalag við stjórn-
ir þeirra auðvaldslanda, sem voru stærstir lánardrottn-
ar liins gamla Rússaveldis, um liernaðarinnrás í liið ný-
stofnaða verklýðsríld, til þess að kæfa frelsisbyltingu
þjóðarinnar i blóði og endurreisa liið fallna skipulag
kúgunarinnar, til hagsmuna fyrir embættis- og aðals-
klíkuna og bina erlendu veðhafa.
í þrjú ár fóru innrásarherirnir liinni köldu hönd
eyðileggingar og dauða um þvert og endilangt landið.
Bóndinn yfirgaf akur sinn, smiðurinn aflinn, og þeir
sóttu gegn hinum sameiginlega óvini. Hungraðir og
klæðlausir, vopnaðir þvi, sem hendi var næst, þrömm-
uðn þessir menn hundruð kílómetra, þúsund kílómetra
og hröktu óvinina úr einu víginu eftir annað. Þrjá
langa vetur í hörkum Síberíu, þrjú löng sumur i sól-
arbruna Georgíu. Svo var sigurinn unninn.
Hin æðisgengna aðalsmannastétt liafði þann tilgang
með borgarastyrjöldinni fyrst og fremst, að spilla mann-
virkjum og samgöngutækjum, að eyðileggja framleiðslu-
kerfi landsins, gera það óbyggilegt. Henni mistókst það
ekki að öllu leyti. Ein hin skelfilegasta liungursneyS
sigldi i kjölfar borgarastyrjaldarinnar. I hundruöum
þúsunda féll fólkið. Þannig kvaddi liin goðumborna
keisaraætt sína útvöldu þjóð. Hún lét sig ekki án vitn-
isburðar.
Nú gat hið friðsamlega starf liafizt.
Þegar í októberbyltingunni 1917 lýsti rússneska sovét-
229