Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 230
sljórnin yfir algeru sjálfstæði allra þeirra þjóða og
þjóðarbrota, sem keisarastjórnin hafði háldið i ánauð.
Þessar þjóðir fengu kvaðalausan rétt yfir eigin lönd-
um og öllum auðlindum þeirra.
Siðan gengu allar þessar þjóðir i eitt allsherjar banda-
lag: Samband binna sósíalistísku sovétlýðvelda. í því
•eru nú 11 sambandslýðveldi, 22 sjálfstjórnarlýðveldi, 9
sjálfstjórnarfylki, auk þess mörg sjálfstjórnarumdæmi
hinna smærri þjóðflokka.
Fyrsta verk alþýðunnar var vitanlega að koma skipu-
lagi á framleiðslu lífsnauðsynja i landinu. Það kostaði
4 ára þrotlaust starf að vinna upp það tjón, sem heims-
styrjöldin og borgarastríðið bafði valdið. — En að þeim
árum loknum er tekið til óspilltra málanna.
Hinar mörgu þjóðir áttu sameiginlegt takmark. Þær
ætluðu að skapa þjóðskipulag sósialismans. En það var
ekki bægt að skapa sósíalisma með úreltum atvinnu-
háttum og ómenntuðu fólki. Þarna lilaut hið unga verk-
lýðsriki sína miklu prófraun og eldskírn. Það strengdi
þess heit, að skapa nýja félagshætti, reisa nýja atvinnu-
Vegi frá grunni og skapa fólkinu skilyrði til fullkom-
innar menningar.
Ilið mikla land var kannað, og markað á landahréf-
ið. Þar sem menn liugðu áður vera eyðimerkur, eru
nú hin frjósömustu akurlönd, eða nýtízku stóriðjuijorg-
ir. Samfara liinni miklu landkönnun fór fram þjóðern-
is- og menningarkönnun.
Hin dýrmætustu jarðarauðæfi voru uppgötvuð. Menn
heyrðu hin furðulegustu æfintýri og sagnir, þulirnir
sungu hin dásamlegustu þjóðkvæði. En allt þetta gat
dáið út og glatazt. Yið þessa menningarkönnun kom
það í ljós, að 70 þjóðir áltu sér ekkert ritmál. Hér fengu
málfræðingar Sovétrikjanna verkefni. Þeir fóru úl með-
al þessara þjóða, lærðu tungur þeirra, bjuggu til letur
og bókmál. Þetta var ekkert áhlaupaverk. Þessi verð-
230