Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 231
andi bó'kmenntamál voru eins fjarskyld og liugsazt gat.
Sum liktust mongólskum tungum, önnur arabiskum.
Sum fengu mvndletur, önnur fleygrúnir o. s. frv.
Og nú liefst liið eiginlega uppbyggingarstarf. Fyrsta
5 ára áætlunin liefir það mikla takmark, að skapa ný-
tízku iðnað, búskap og samgöngur i þessum víðáttu-
miklu ónumdu löndum. Fullkominn stóriðnaður reis upp
i borgum. Dráttarvélar og vélplógar brutu akurlandið, og
hinum úrelta einyrkjubúskap var breytt í vélnýttan sam-
yrkjubúskap. 22 milljónir dreifðra bændabýla þokuð-
ust saman i stærstu og fullkomnustu bú heimsins. Hin
miklu fallvöln voru virkjuð. Þaðan streymir orkan í
milljónum hestafla um samvinnubyggðir og iðjuver.
Samgöngukerfið er skipulagt. Járnbrautir og bifreiðar
þjóla landshorna milli, siglingaleið er opnuð milli
Eystrasalts og Ivyrrahafs meðfram Norðurströnd Asíu,
flugvélin svífur yfir slóð hundasleðans og úlfaldalest-
arinnar. Hin ótrúlega fimm ára áætlun var að fullu
framkvæmd á fjórum árum. Sovélríkin urðu fremsta
landbúnaðarland heimsins, og fullkomnasta iðnaðar-
land Evrópu.
Samfara þessari geysilegu þróun á öllum sviðum at-
vinnulífsins, og einmitt á grundvelli liennar, gerist mesta
menningarbylting, sem mannkynssagan kann að greina
frá. Kennarar og fræðarar ferðast um þver og endilöng
Sovétríkin. Lestrarvanlcunnáttunni er útrýmt. Á fáum
árum eru reistir fleiri nýir skólar en keisarastjórnin
hafði gerl í 200 ár. Gamlir lijarðmenn og veiðimenn
setjast við hlið barnabarna sinna á skólabekk, til þess
að læra að ráða hin torskildu teikn bókanna. Ömm-
urnar læra nú að rita á bók sagnir sínar og þulur, kyn-
slóðum framtíðarinnar til fróðleiksauka.
Bækur eru nú gefnar út á 94 tungumálum, í stað 11
á dögum keisarans. Og það eru ekki aðeins frumstæð-
231