Rauðir pennar - 01.01.1938, Síða 232
ar kennslubækur. Auk liinna þjóðlegu bókmennta eru
gefin út heimsfræg skáldrit og vísindarit i milljónum
eintaka. Hinar afskekktu og einangruðu þjóðir i norð-
ur- og suðausturhéruðum Sovétlýðveldanna liafa á 20
árum tileinkað sér þá menningu og samlifað sig henni,
sem Vesturlönd þurftu 2000 ár til að skapa. Og það,
sem meira er um vert, menningin er þarna eign og
verk alþýðunnar; á Vesturlöndum er menningin enn
séreign og leyndarmál fárra manna.
Það dásamlegasta og fegursta í öllu þessu menning-
arstarfi er það, að verkalýður Stóra-Rússlands, þess
landsins, sem áður bélt öllum hinum í ánauð, liefir frá
byrjun veitt hinum bakstæðari þjóðum allt það full-
tingi, er hann mátti, verið hinn sivakandi ráðgjafi, og
skipuleggjandi kraftur i öllu framfara- og viðreisnar-
starfi þessara þjóða. Þroskaðri þjóðin leiðbeinir hinni
veikari, eins og hróðir og félagi. 1 þvi birtast hinir
miklu yfirburðir sósíalismaus. Þjóðernisstefna iians er
frjáls menningarsambúð þjóðanna samfara fullum á-
kvörðunarrétti um eigin mál. Það er hið sanna þjóða-
bandalag.
Þessi tuttugu ár liafa leyst þvílíka andlega orku úr
læðingi, að vísindi, bókmenntir og listir standa nú með
meiri blóma í Sovétlýðveldunum en í nokkru öðru landi
í heimi. Fullkomnustu samgöngutæki, útvarp, póstur og
sími bindur alla hina dreifðu þjóðflokka saman. Sam-
eiginlegt starf að sameiginlegu marki tengir hinar ólik-
ustu þjóðir í eina félags- og menningarheild.
Þessi tuttugu ár hafa verið skipulögð leit að öllu því
bezta, er bjó í mönnum og þjóðum. Á dögum keisar-
ans voru skáldin og vísindamennirnir hundelt og hrak-
in, ef þau túlkuðu málstað fólksins. Við þekkjum dæm-
in; Púskjin í æfilöngu stofufangelsi, rit hans bönnuð.
Dostojefski dæmdur i Siberíuþrælkun, Gorki skólaus
232