Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 237
UM HÖFUNDANA.
Björn Franzson mætti sem fulltrúi islenzku deildarinnar á
2. þingi Alþjóðafélags rithöfunda til verndar menningunni, er
háð var á Spáni i sumar. Ritgerðir og þýðingar hafa verið
cftir hann i báðum fyrri bindum Rauðra penna. Nú hefir Björn
verið kjörinn til að skrifa bók um heimsmynd vísinda nútím-
-ans fyrir Mál og Menning.
Þórbergur Þórðarson er nú að Ijúka fyrra bindi af stóru rit-
verki, sem hann hefir í smiðum. Það eru endurminningar skálds-
ins um marga nafnkunna menn, er það hefir kynnzt, m. a. Ste-
fán frá Hvítadal. Flestir eru þessir menn að einhverju leyti
tengdir hinu fræga skáldaheimili, Unuhúsi i Reykjavík. Inn i
bókina fléttast mörg ævintýri, sem Þórbergur sjálfur hefir lif-
að. Kaflinn hér að framan er úr þessari bók. Væntanlega kem-
ur fyrra bindi hennar út i vor (hjá Heimskringlu).
George Orwell er enskur rithöfundur. Þessi saga er þýdd úr
New Writing, 2. bindi, en það er rit róttækra skálda Englands,
og svarar að nokkru leyti til Rauðra penna.
Halldór Stefánsson hefir verið einn stórvirkasti rithöfundur
Rauðra penna undanfarið. Eftir hann birtist þar i fyrra Hern-
aðarsaga blinda mannsins, sem siðan hefir verið þýdd á ensku
i tímaritið Life and Letters, og vakið mikla athygli. Halldór er
að ljúka þýðingu á skáldsögunni Móðirin eftir Gorki, fyrstu bók-
inni, er Mál og menning gefur út næsta ár.
Jóhannes úr Kötlum er formaður Félags byltingarsinnaðra rit-
höfunda. Fyrsta bindi Rauðra penna hófst á kvæðinu Frelsi eft-
ir hann. Fyrir jólin kemur út ný ljóðabók eftir skáldið, Hrím-
hvíta móðir. Öll yrkisefnin eru tekin úr sögu íslands, og gefur
skáldið þar samfellda heildarmynd af lífsbaráttu íslenzku þjóð-
arinnar gegnum aldirnar.
237