Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 54
54
NÁMSMAT Í HÖNDUM KENNARA
(300–399) telja að skólinn hafi mótað og birt stefnu sína í námsmati en rúmlega þriðj-
ungur er ósammála (sjá mynd 1).
Mynd 1 – Afstaða kennara til þess hvort skólinn hafi mótað og birt stefnu sína í námsmati
– greint með ki-kvaðratprófi til að skoða hvort svör þeirra tengdust stærð skóla. p<0,001.
Eins og í fyrri staðhæfingunni segjast rúm 80% kennara í miðlungsstóru skólunum
vera (300–399) sammála því að opinber stefna skólans í námsmati sé skýr. Rúmlega
helmingur kennara í fámennustu (<150 og 150–299) og næstfjölmennustu skólunum
(400–500) telur stefnuna vera skýra en einungis þriðjungur kennara í fjölmennustu
skólunum (>500). Þá eru rúm 60% kennara við miðlungsstóru og 67% í næstfámenn-
ustu skólunum (150–299) sammála því að skólinn leggi áherslu á fjölbreyttar mats-
aðferðir í skólastefnunni en einn tíundi er ósammála. Tæp 44% kennara í fjölmenn-
ustu skólunum (>500) segjast sammála því að skólinn leggi áherslu á fjölbreyttar
matsaðferðir í skólastefnunni en 38% eru ósammála.
Athygli vekur að rúm 65% kennara með lengri starfsreynslu en 20 ár telja náms-
matsstefnu skólans vera skýra en einungis 42% kennara með minni starfsreynslu en 5
ár segjast sammála því að hin opinbera stefna skólans sé skýr. Þá telja tæp 62% kenn-
ara með minni starfsreynslu en 5 ára að matsaðferðir komi fram í stefnu skólans en á
hinn bóginn telja rúm 86% kennara með lengri starfsreynslu en 11 ár að matsaðferðir
komi fram í skólanámskránni.
Námsmat í skólastarfi – Markmið og námsmatsaðferðir
Meirihluti þátttakenda (71%) segist ávallt leggja námsmarkmiðin til grundvallar við
val á matsaðferð en fjórðungur tekur ekki afstöðu til þess. Til að kanna hvað kennarar
hafa að leiðarljósi við að skipuleggja námsmatið voru þeir beðnir um að forgangsraða
fimm markmiðsflokkum. Flestir svarenda segjast hafa þekkingu að leiðarljósi, þ.e. að
meta hvort nemandi hafi á valdi sínu bæði þekkingu og skilning á inntaki námsefn-
isins, en um helmingur kennara segist hafa hátterni að leiðarljósi, þ.e. að kanna áhuga
og viðhorf nemenda, og aðeins færri verkfærni, þ.e. að kanna hvort nemendur hafi
náð valdi á tiltekinni færni (sjá töflu 2).
100
80
60
40
20
0
Mjög eða frekar sammála
%
H
lu
tfa
ll
ke
nn
ar
a
Hlutlausir Frekar eða mjög ósammála
54,4 55,5
87,3
52,8
35,6
29,1
18,5
11,1
26,4 24,4
16,5
26,2
1,6
20,8
40
<150 150–299 300–399 400–500 >500