Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 40
40
JÁKVÆTT STARFSUMHVERF I KENNARA – AUK IN V INNUGLEÐ I
Maslach og félagar telja einnig að vitneskja um starfsumhverfisþættina sex og
tengsl þeirra geti komið að gagni á annan hátt og ekki þurfi endilega að takast á við
hvern þátt út af fyrir sig. Til dæmis sé hægt að takast á við aukið vinnuálag á jákvæðan
hátt ef starfsmanni finnst það sem hann gerir skipta máli og fær góða umbun af ein-
hverju tagi fyrir. Samkvæmt því er ekki nauðsynlegt að kenna fólki með beinum hætti
að takast á við vinnuálagið, læra tímastjórnun og slökun eða draga úr verkefnum,
heldur er þarna sett fram tillaga um þriðju leiðina, að vinna með hina starfsumhverf-
isþættina. Það styður einnig hugmyndir um að fara þessa leið að stjórnunarþættirnir
samskipti og samstaða hafa áhrif á tvo kulnunarþætti, tilfinningaþrot og hlutgerv-
ingu. Spurningarnar sem settar eru fram í spurningalistanum snúast um upplýs-
ingagjöf, hópkennd, hreinskiptni og kröfur til frammistöðu. Allt eru þetta atriði sem
skólastjórnendur hafa mikil áhrif á. Umbun í starfi þarf til dæmis ekki endilega að
kosta stjórnendur bein útgjöld, heldur er aldrei of mikil áhersla lögð á þá umbun
starfsmanna sem felst í því að vel unnum verkefnum þeirra sé veitt athygli og þeir fái
móralskan stuðning og uppörvun þegar á móti blæs. Það er ekki síst mikilvægt fyrir
þá sem eru að stíga fyrstu skrefin í krefjandi starfi og að byrja að nota menntun sína að
finna að starfsumhverfið haldi þétt utan um þá með stuðningi, leiðsögn og hvatningu
á meðan þeir eru að safna reynslu. Stirð samskipti og skortur á stuðningi í starfi eru
ein helsta uppspretta streitu og kulnunar (Anna Þóra Baldursdóttir, 2003). Hjá Maríu
Steingrímsdóttur (2005) kemur fram að nýbrautskráðum kennurum finnst vinnuálag
mikið og meira en þeir áttu von á. Kalla þeir eftir mun meiri leiðsögn á fyrsta starfsári
sínu en þeir fá. Jafnframt telja þeir mikilvægt að fá endurgjöf á starf sitt, utan kennslu-
stofunnar sem innan, en einkum kennsluna, þannig að fylgst sé með þeim að störfum
inni í kennslustofunni, en það telja þeir bæði mjög lærdómsríkt og nauðsynlegt. Fram
kemur að störf sem ekki tilheyra kennslunni með beinum hætti séu mun fjölþættari
og tímafrekari en þeir höfðu reiknað með. Þeir kalla eftir þéttum stuðningi meðan þeir
eru að fóta sig í starfi.
Í rannsókninni (Anna Þóra Baldursdóttir og Valgerður Magnúsdóttir, 2007) kom
fram að erfiðleikar nemenda voru kennurum ofar í huga sem álagsþættir í starfi en
verið hafði sex árum áður (Anna Þóra Baldursdóttir, 2000). Það er í samræmi við
rannsóknir sem sýna að tilfinningalegir erfiðleikar barna fara vaxandi (sjá t.d. Hrefna
Ólafsdóttir, 2006). Það hefur áhrif á daglegt starf kennara hvernig við þessum vanda
er brugðist í þjóðfélaginu. Viðhorf sem ríkja í garð barna með hegðunarvandamál
skipta einnig máli og í hvaða mæli tiltækum hegðunarmótandi aðferðum er beitt. Það
fellur vissulega utan við skólakerfið sem slíkt, en skiptir eigi að síður mjög miklu máli
fyrir starf kennara.