Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 111

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 111
111 BIRNA M. SVANBJÖRNSDÓTT I R sér stað meðal eldri nemenda, frá miðjum grunnskóla og upp úr, en margir hafa ekki viljað trúa því að einelti ætti sér stað meðal barna á leikskólaaldri og því talið óþarft að vera með aðgerðir til að hindra það (Rigby, 2002). Rannsóknir hafa þó sýnt að sum leikskólabörn beita við ákveðnar aðstæður endurtekinni ofbeldislegri hegðun af ásettu ráði gegn jafnöldrum sem eru valdaminni og leggja þau þannig í einelti. Sam- kvæmt reynslukönnun Alsaker og Valkanover sem gerð var í Bern í Sviss árið 2000 á 190 drengjum og 154 stúlkum á leikskólaaldri voru um 6% barna á aldrinum 5–8 ára þolendur eineltis, 10% voru gerendur og þolendur og 11% voru gerendur. Þessar nið- urstöður eru í samræmi við sambærilegar rannsóknir á grunnskólabörnum og gefa til kynna að huga þurfi að forvarnaraðgerðum hjá svo ungum börnum líka (Alsaker og Valkanover, 2001). Nokkuð stór hópur foreldra vildi fræðast um námstækni en þar er sóknarfæri sem skólarnir gætu nýtt sér. Velta mætti fyrir sér hvort foreldrar hafi leitað eftir slíkri fræðslu til skólans eða hvort þeir hafi ekki látið í sér heyra eins og raunin virtist vera í Kópavogi þar sem einungis fáir foreldrar höfðu samband við skólann þó að þeim fyndist samvinna heimilis og skóla mikilvæg (Elísabet Svavarsdóttir og Ólafur Guð- mundsson, 1996). Ljóst er að skólarnir þurfa með markvissum hætti að finna leiðir til að virkja foreldra til samstarfs við skólann, finna leiðir í samvinnu við þá svo þeim finnist samstarfið skila þeim einhverju og styrki þá í hlutverkum sínum. Eins og kemur fram í ETAI rannsókninni skilar fræðsla til foreldra sér til barnanna á jákvæðan hátt. Gæta þyrfti þess að fræðsla fyrir foreldra væri hagnýt og tengdist námi nemenda, þroska þeirra, félagstengslum eða forvörnum en slík fræðsla virðist skila bestum ár- angri (Ingibjörg Auðunsdóttir, 2006; Rósa Eggertsdóttir og Gretar L. Marinósson o.fl., 2002). Ef skoðað er á hvern hátt foreldrar óskuðu eftir stuðningi er ljóst að flestir sögð- ust vilja fyrirlestra, námskeið og persónulega ráðgjöf. Færri vildu umræðuhópa og leshringi en slíkt gerir hugsanlega meiri kröfur til þátttakenda. Svör foreldranna um stuðning miðuðust að mestu við fræðslu en þó mátti af athugasemdum foreldra ráða að þeim fyndist þörf á viðhorfsbreytingu til uppeldismála í þjóðfélaginu og kölluðu eftir stuðningi í daglegum störfum. Vissulega er hægt að styðja foreldrana á annan hátt en með beinni fræðslu og tengja það meira við dagleg störf, t.d. með því að bjóða þeim að leita til skólans ef það er eitthvað sem þeir vilja ræða í sambandi við uppeld- ismál eða taka þátt í skólastarfinu á einhvern hátt. Eins mætti skólinn, kennarar eða aðrir sérfræðingar sem skólinn er í tengslum við hugsanlega vera enn betur vakandi fyrir þörfum foreldra og hafa frumkvæði að því að ræða uppeldismál við þá, óháð námsframvindu, en foreldrar virtust ekki telja þekkingarfræðslu vera mikilvægasta viðfangsefni skólanna. Einnig þyrfti að leggja meiri áherslu á að foreldrar kynntust innbyrðis, ræddu saman og styddu hver annan í foreldrahlutverkinu. Þátttakendur í rannsókninni voru yfirleitt frekar jákvæðir og margir skrifuðu hvatningarorð til rannsakanda á spurningalistana og er það mjög ánægjulegt, en velta má fyrir sér hvort niðurstöðurnar hefðu orðið aðrar ef þátttakan hefði verið enn meiri og þeir 49 (af 180) sem ekki svöruðu spurningalistanum hefðu gert það. Hvaða hópur var það sem svaraði ekki og hvernig má ná til hans? Líður börnum þeirra sem ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.