Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 96
96
VI L JA FORELDRAR STUÐNING Í FORELDRAHLUTVERK INU?
virt sé sú meginregla að foreldrar beri ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska
og að veita skuli þeim viðeigandi aðstoð til að rækja uppeldisskyldur sínar.
Umræða í fjölmiðlum og meðal almennings og fagfólks á sviði mennta- og uppeld-
ismála hefur á undanförnum árum endurspeglað áhyggjur af aukinni hegðunarröskun
hjá börnum og agaleysi í þjóðfélaginu og virðist þróunin hér á landi sambærileg því
sem gerist annars staðar í heiminum (Berg-Kelly, 1999; Eckersley, 1997; Helga Kristín
Einarsdóttir, 2006; Unnur H. Jóhannsdóttir, 2006). Þeir sem vinna störf sem tengjast
fjölskyldum og börnum telja sig einnig merkja að andfélagsleg hegðun hafi aukist
meðal barna og unglinga og að visst öryggisleysi ríki meðal foreldra um uppeldismál.
Yngstu nemendur grunnskólans eru taldir erfiðari nú en áður en hegðunarvandkvæði
eru yfirleitt talin erfiðust og mest truflandi á miðstigi (Inga Mjöll Harðardóttir og Ingi
Viðar Árnason, 2001; Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006; Steinunn
Þorsteinsdóttir, 2003).
Mismunandi kenningar eru uppi um það hvernig börn þroskast og dafna. Vist-
kerfisnálgun Bronfenbrenner er ein þeirra, en hún gerir ráð fyrir því að barn þroskist
vegna áhrifa líffræðilegra erfðaþátta, fyrir tilstuðlan þátta í nánasta umhverfi þess,
fyrir áhrif samfélagsins sem það býr í og vegna áhrifa menningarinnar í heild. Þannig
eigi sér stað gagnvirkni milli innri og ytri þátta í lífi og umhverfi barns. Kenningin
er sett fram á myndrænan hátt sem hringur sem umlykur annan hring og svo koll af
kolli, samanlagt fjórir hringir sem eru í félagslegu samhengi en ekki í tómarúmi hver
fyrir sig. Innsti hringurinn táknar barnið sem líffræðilegan einstakling. Hringurinn
utan um barnið táknar þætti í nánasta umhverfi þess, þ.e. foreldra, heimili, leikföng,
leiksvæði, vini og kennara. Hringurinn utan um nánasta umhverfið er samfélagslegt
og fjárhagslegt umhverfi og síðasti hringurinn er menningin sem umlykur allt (Bron-
fenbrenner, 1979 og 1986).
Í ljósi þessara kenninga Bronfenbrenner (1979 og 1986), þar sem gert er ráð fyrir
gagnvirkni, hefur á seinni árum verið rætt um að hver einstaklingur búi annars vegar
við vernd og hins vegar við áhættu og að þessa þætti megi finna hjá einstaklingnum
sjálfum, í nánasta umhverfi hans, svo sem innan fjölskyldunnar, í umhverfi sem er
honum aðeins fjær, t.d. í skólanum og hjá félögunum, en einnig í umhverfi sem er
enn fjær, þ.e. í samfélaginu eða menningunni. Það sem ræður úrslitum um hvernig
einstaklingnum vegnar fer eftir því hvor vogarskálin er þyngri, sú sem geymir sam-
anlagða áhættuþætti eða sú sem geymir samanlagða verndarþætti (Sigrún Svein-
björnsdóttir, 2003b). Verndandi þættir eru ekki bara andstæða áhættuþátta heldur eru
það þættir sem draga börn frá áhættunni við annars fjandsamlegar aðstæður. Rann-
sóknir hafa sýnt að sumir þættir sem vernda börn sem alast upp við erfiðar aðstæður
eru persónulegir eiginleikar þeirra. Aðra verndandi þætti geta fjölskylda, vinir, skóli
og samfélagið í heild orkað á. Þessir þættir eru m.a.: Að styrkja samfélagsleg bönd, að
framfylgja skýrum væntingum og reglum, gefa börnum og ungmennum möguleika á
að leggja sitt af mörkum til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, fjölskyldunni og
skólanum, kenna samskiptahæfni og samvinnu og veita viðurkenningu og hól fyrir
jákvæða hegðun (Beinart, Andersen, Lee og Utting, 2002). Ef varpað er ljósi á verndar-
og áhættuþætti er líklegra að hægt sé að finna leiðir til að draga úr skaðlegum áhrifum