Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 199

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 199
199 því fyrir sér hvernig hægt sé að laða hæfileikaríkt fólk í kennaramenntun. Í mínum huga er alveg skýrt að besta leiðin er sú að gera miklar kröfur, bæði með tilliti til inn- töku og námskrafna eftir að inn í skólann er komið. Hvaða metnaðarfullt ungt fólk velur sér menntun sem hefur orð á sér fyrir að vera auðveld? Nemendur vilja ekki lina kennara1 og kennaramenntunarstofnanir vilja ekki lina nemendur. Margar þjóðir hafa sett fram skýr viðmið um þá þekkingu og færni sem nýir kennarar þurfa að standa undir. Ég tel nauðsynlegt að í þessu efni ríki mikill metnaður. Sama gildir þegar út í kennarastarfið er komið. Mikið fráhvarf ungra kennara úr starfi er áhyggjuefni og ég tel að mikilvægt skref til að sporna við slíku sé kandídatsár þar sem nýir kennarar fengju sérstakan stuðning og liðveislu og um leið tækifæri til að sanna sig. Við ættum að fara að fordæmi þeirra þjóða sem hafa sett skýr viðmið um hæfni kennara eftir að út í starfið er komið og byggt inn framgangskerfi samkvæmt skýrum viðmiðum þar sem reiða þarf fram sönnunargögn (sbr. það sem á við um rannsóknarvirkni háskóla- kennara). Slíkt kerfi gæti gert starfið meira aðlaðandi og er kennurum um leið hvatn- ing til að leggja sig fram (sem dæmi um lönd sem hafa slíkt kerfi get ég nefnt ýmis ríki Ástralíu). Að lokum nefni ég rannsóknir, en þótt þær séu nefndar síðast má segja að þær séu sá grunnur sem annað hvílir á. Erlendar rannsóknir skila okkur aðeins hálfa leið og við þurfum að afla traustra gagna úr íslensku skólastarfi. Víða má sjá vaxtarbrodda, t.d. hefur tiltölulega ungt meistara- og doktorsnám í uppeldis- og menntunarfræðum þegar skilað mikilvægri þekkingu. En þetta starf er allt of veikburða. Nemenda- og einyrkjarannsóknir geta ekki og eiga ekki að vera burðarás rannsókna á íslensku skóla- starfi. Það þarf að efla og fjölga rannsóknarsetrum eða sterkum rannsóknarhópum sem sinna menntarannsóknum. Til þess þarf aukinn skilningi í þjóðfélaginu á mikil- vægi slíkra rannsókna fyrir menntakerfið og þar með velferð alla þegna. Ég vænti þess að slíkum skilningi fylgi fjármunirnir! Hafdís Ingvarsdóttir er dósent við félagvísindadeild Háskóla Íslands HAFDÍS INGVARSDÓTTIR 1 Hér vitna ég í orð Vigdísar Hafliðadóttur grunnskólanema á Málþingi um Samskipti og umhyggju 9. nóv. 2007
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.