Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 162

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 162
162 HÁSKÓLAST IG IÐ Í L JÓS I HNATTVÆÐINGAR KHÍ, en eru ekki skiptinemar. Rannsóknin fjallar um samskipti og samvinnu nemenda og kennara, upplifun erlendu nemendanna af skólamenningu KHÍ, tækifæri nemenda til að nýta færni í öðrum tungumálum en íslensku í námi sínu við KHÍ og hindranir í námi vegna ónógrar íslenskukunnáttu. Greinin skiptist í eftirtalda meginþætti: Fyrst er fjallað um þróun háskóla í fjöl- menningarsamfélögum. Því næst er umfjöllun um fjölbreytta nemendahópa í háskól- um, með sérstakri áherslu á slíka hópa í kennaranámi, svo og vaxandi fjölbreytni nemendahópa í tveim háskólum á Íslandi. Í þriðja hluta greinarinnar er fjallað um niðurstöður rannsóknar á stöðu og reynslu erlendra nemenda við KHÍ, sem síðan eru ræddar í fræðilegu samhengi. Í lokaorðum koma fram ályktanir um þær umbætur sem höfundar telja að huga þurfi að í háskólum á Íslandi í ljósi samfélagsbreytinga. ÞRÓUN OG HLUTVERK HÁSKÓLA Í FJÖLMENNINGARSAMFÉLÖGUM Ýmsir fræðimenn hafa fjallað um þróun samfélaga víða um heim í átt til fjölmenn- ingarlegra samfélaga og eru flestir sammála um að sú þróun muni halda áfram um ófyrirsjáanlega framtíð (Mor Barak, 2005). Íslenskt samfélag hefur ekki farið varhluta af þessari þróun og hefur tekið örum lýðfræðilegum breytingum undanfarinn áratug. Til marks um það má nefna að fjöldi erlendra ríkisborgara á Íslandi hefur aukist úr 1,9% í árslok 1996 í 6% í lok árs 2006 (Hagstofa Íslands, 2007). Örar lýðfræðilegar breytingar samfélaga ásamt hnattvæðingu í margs konar skilningi kalla á ný tækifæri og e.t.v. endurskilgreiningu hugtaka. Stefán Ólafsson (2005) fjallar í grein sinni „Hvert er heimurinn að fara?“ um þjóðfélagsbreytingar í samtímanum og segir þar m.a. að aukin samskipti og samvinna þvert á menningu og landamæri feli bæði í sér ögrun og tækifæri. Hann segir jafnframt að tíminn einn geti leitt í ljós hvort þær breytingar sem nú eiga sér stað verði til góðs eða ills og því þurfi að leita nýrra leiða og þróa nýjar aðferðir til að takast á við breyttan veruleika. Í nýrri grein um fræðasvið fjölmenning- arfræða (Hanna Ragnarsdóttir, í prentun) er fjallað um nýjar spurningar og endurskil- greiningar hugtaka sem nútímasamfélög standa frammi fyrir. Spurningarnar snúast m.a. um menningarleg réttindi minnihlutahópa, eðli sameiginlegra réttinda, hvers vegna menning er margbreytileg, hvort fjölbreytileiki menningar er tímabundið eða varanlegt fyrirbæri, hvort og hvers vegna hann er æskilegur, hvort öll menning verð- skuldar jafna virðingu, hvort meta eigi hana á eigin forsendum eða á grunni alþjóð- legra mælikvarða og hvernig eigi þá að afla þeirra mælikvarða, og hvort og hvernig sé hægt að eiga samskipti milli menningarheima og finna lausn á djúpum ágreiningi. Í ljósi samfélagsbreytinga og hnattvæðingar hefur skapast fræðileg umræða um þróun háskólastigsins í fjölmenningarsamfélögum, sem tengist m.a. umræðu í félagsvísindum um samfélagsþróun og stefnumótun í fjölmenningarsamfélögum og stefnumótun í alþjóða- og Evrópusamstarfi. Altbach (2004) bendir t.d. á að hafið sé tímabil hnattvæðingar í háskólum, sem einkennist af nýjum alþjóðlegum samningum og skipan náms. Hann leggur áherslu á að ef háskólar einangra sig frá efnahagslegri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.