Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 121
121
GUNNHILDUR ÓSKARSDÓTTIR
mest áhrif á hugmyndirnar. Til að fá svör við þessum spurningum voru eftirfarandi
rannsóknarspuringar settar fram:
• Hvernig þróast/breytast hugmyndir barna um líkamann á einu ári (í 1. og 2.
bekk)?
• Hvaða áhrif hafa kennsluaðferðirnar, kennsluumhverfið, námsefnið og sam-
skiptin í bekknum á þróun hugmyndanna?
• Er munur á þeim börnum sem taka virkan þátt í umræðum og þeim sem ekki
taka þátt í þeim hvað þessa þætti varðar?
AÐFERÐIR
Ein bekkjardeild 1. bekkjar í grunnskóla í Reykjavík var valin til þátttöku í rannsókn-
inni ásamt umsjónarkennara. Fyrra árið voru 19 nemendur í bekknum en seinna árið, í
2. bekk, voru 20 nemendur. Fjölbreyttar aðferðir voru notaðar til að afla gagna, svo sem
þátttökuathuganir, teikningar, viðtöl og greinandi verkefni. Þátttökuathuganir voru
gerðar í öllum kennslustundum þegar verið var að kenna um líkamann í 1. og 2 bekk
og voru kennslustundirnar teknar upp á myndband. Nemendur teiknuðu myndir á
öllum stigum rannsóknarinnar, í upphafi áður en kennsla um líkamann hófst og allt
til loka. Í hvert skipti fengu nemendur mynd af útlínum líkamans sem þeir áttu síðan
að teikna innan í eða lita, allt eftir fyrirmælum kennara. Einstaklingsviðtöl voru tekin
við alla nemendur þar sem líkan af líkamanum og teikningar barnanna voru notuð
sem umræðugrundvöllur. Í lok rannsóknarinnar voru lögð fyrir nemendur greinandi
einstaklingsverkefni (e. diagnostic tasks) þar sem þeir áttu að t.d. að tengja orð við
setningu, skrifa s (satt) eða ó (ósatt) við fullyrðingar, klára myndir og lita ákveðin líf-
færi í tilteknum litum. Hér er um fjölbreyttar rannsóknaraðferðir að ræða en í þessari
grein verður þó einkum fjallað um teikningarnar sem rannsóknaraðferð og þær upp-
lýsingar sem þær gáfu.
Teikningum hvers barns var safnað saman í möppu til greiningar og mats. Notaður
var sjö þrepa kvarði Reiss og Tunnicliffe (1999a) við greiningu á teikningum barnanna
af beinum (sjá mynd 1). Samkvæmt reynslu Reiss og Tunnicliffe (2001) eru teikningar
barna góð aðferð til að skoða hugmyndir þeirra og geta haft sérstakt gildi fyrir börn
sem eiga erfitt með að tjá sig munnlega, hvort sem það er vegna þess að þau eru
feimin, hafa slakan málþroska eða að móðurmál þeirra er annað en það sem er talað
í skólanum.
Mynd 1 – Beinin – Kvarði Reiss og Tunnicliffe (1999a).
Þrep 1 Engin bein.
Þrep 2 Bein táknuð sem línur eða hringir.
Þrep 3 Bein sem líkjast „hundabeinum“ teiknuð út um allt í líkamanum.
Þrep 4 Ein tegund af beinum á réttum stað.
Þrep 5 Að minnsta kosti tvær gerðir af beinum (t.d. hryggjarsúla og rifbein) á réttum stað.
Þrep 6 Greinileg mynd af beinagirnd (þ.e. hryggjarsúla, rifbein, hauskúpa, bein í útlimum).
Þrep 7 Nákvæm mynd af beinagrind (liðamót og tengingar milli beina).