Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 70
70
HVERNIG RÆTT IST SPÁ IN?
Þjálfun aðgreiningar (Discrimination training)
Í Direct Instruction eru atriði sem nemendur rugla saman hljóðrænt eða sjónrænt vel
aðgreind í kennslunni og ekki kynnt samtímis. Dæmi úr lestrarkennslunni hér gætu
verið b og p eða vegur og veggur. Vinnuvenjur margra sem beita saman beinum fyrir-
mælum og hnitmiðaðri færniþjálfun (DI–PT) eins og í Morningside skólanum
(Johnson og Street, 2004), byggjast hins vegar á námsefnishönnun Susan Markle
(Markle, 1990) að því leyti að lík atriði eru kynnt samtímis fyrir nemandanum. Var
sú leið farin hér. Þegar fleiri en einn kostur eru lagðir fyrir nemandann í senn, t.d.
bókstafirnir u, n, og m, og rétta svarið felst í einum þeirra, er samkvæmt aðgreiningu
Markle talað um rétta svarið sem dæmi og hin svörin sem ekki eru rétt í samhenginu
sem dæmaleysur. Að þekkja dæmið eitt sér er mun auðveldara en að greina það frá
öðrum og jafnvel líkum dæmaleysum. Samkvæmt aðferð Markle er nemandinn þjálf-
aður í að greina dæmi frá dæmaleysum á merkjanlegan hátt eins og með því að sjá og
segja, heyra og segja, heyra og benda eða sjá og benda. Til að fyrirbyggja vandamál á
seinni stigum í náminu leggja þeir sem beita Markle-aðferðinni áherslu á að aðgrein-
ingin sé þjálfuð áður en nemandanum er gert að beita áunninni færni sinni við samsett
viðfangsefni af sama toga.
Hnitmiðuð færniþjálfun með mælingum (Precision Teaching; PT)
Í samfelldum verkefnum daglegs lífs þarf hegðun að geta flætt snurðulaust frá einni
athöfn í aðra, svo sem þegar lesið er, leikið á hljóðfæri, unnið á tölvu eða þegar fólk
talar erlend tungumál, svo dæmi séu tekin. Kennarar sem kenna og þjálfa með bein-
um fyrirmælum og hnitmiðaðari færniþjálfun æfa upp slíkt athafnaflæði. Eftir kenn-
arastýrða frumkennslu með beinum fyrirmælum losa þeir um DI-tauminn í þeim
atriðum námsefnisins sem nemandinn hefur þá ótvírætt á valdi sínu. Nemandinn fær
tækifæri til að spretta úr spori og æfa leiknina áfram þangað til hann hefur hina nýju
kunnáttu á hraðbergi. Í hnitmiðaðri færniþjálfun fela fyrirmæli kennarans hvorki í
sér skömmtun á efninu, eins og reiknaðu niður síðuna, lestu kaflann eða skrifaðu tíu
línur, né aðrar kerfislægar hömlur sem halda aftur af afköstum nemandans (Binder,
2003). Nemandinn er með öðrum orðum ekki háður fyrirmælum eða dæmum kenn-
arans við hverja athöfn sína, en vinnur frjálst og óheft innan þess tímaramma sem
gefinn er til æfingarinnar (free operant) (Lindsley, 1992). Á þennan hátt æfir nemandinn
lykilatriði efnisins sem frumkennt var, í stefnumiðuðum, tímamældum æfingasprett-
um sem oft eru ein mínúta í senn. Eftir hvern sprett er mælt hvað nemandinn lauk
miklu og hversu mikið hann bætti sig. Rétt svör og röng, svo sem rétt lesin atkvæði
og rangt lesin eru talin hvor í sínu lagi. Námsafköstin eru mæld í tíðni sem sýnir fjölda
svara á tímaeiningu. Sú tíðni er skráð jafnóðum á staðlað hröðunarkort (Standard
Celeration Chart). Hröðunarkortið sýnir breytingarnar sem væntanlega verða á tíðn-
inni við kennsluna sem afkastaaukningu (ac-celeration) eða hröðun. Kortið er stýritæki
kennarans. Með því getur hann greint tölulega og myndrænt hver staða nemandans
er hverju sinni, framfarir hans og afkastaaukningu í rauntíma. Hröðunarkortið gerir
kennaranum kleift að sjá jafnóðum breytingar sem verða á námsframvindunni, taka