Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 97

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 97
97 BIRNA M. SVANBJÖRNSDÓTT I R áhættuþátta og finna leiðir sem stuðla að því að fólk geti notað hæfileika sína (Sigrún Sveinbjörnsdóttir, 2003a). Í nánasta umhverfi barns eru það fyrst og fremst foreldrar og fjölskylda sem skipta mestu máli í lífi þess en einnig hefur samneyti við aðra fullorðna, einkum kennara, og jafnaldra mikil áhrif (Eggen og Kauchak, 2001). Það getur haft varanleg áhrif á tilfinningalíf barna hvernig foreldrar koma fram við þau í uppvextinum, hvort for- eldrarnir beita börnin hörðum aga eða sýna þeim nærgætni og hlýju (Goleman, 2000). Þeir þættir sem eru taldir áhættusamir innan fjölskyldunnar eru m.a.: Lítið eftirlit og aðhald foreldra, deilur innan fjölskyldunnar, saga um hegðunarvandamál innan fjöl- skyldunnar, viðhorf foreldra til þess að láta vandræðahegðun viðgangast og að lokum bágur fjárhagur og léleg húsakynni fjölskyldunnar sem valda streitu foreldra og gerir þeim erfiðara um vik að sinna foreldrahlutverkinu (Beinart o.fl., 2002). Rannsóknir hafa leitt líkum að því að vissir uppeldishættir foreldra skapi heilbrigð- ari persónulega þróun hjá börnum en aðrir og geti haft áhrif á líðan barna og ungl- inga og er kenning Baumrind þar vel þekkt (Baumrind, 1971, 1973 og 1987, hér tekið eftir Baumrind 1991). Baumrind (1991) rannsakaði hvernig uppeldishættir foreldra tengdust ýmsum þroskaþáttum barnanna og skipti foreldrum í fjóra flokka eftir því hvaða uppeldishættir einkenndu þá. Þessir flokkar eru: Leiðandi foreldrar (authorita- tive), skipandi foreldrar (authoritarian), eftirlátir foreldrar (permissive) og afskiptalausir foreldrar (rejective–neglective). Leiðandi foreldrar eru ákveðnir en hlýir. Þeir útskýra ástæður fyrir reglum, eru samkvæmir sjálfum sér og hafa miklar væntingar til barna sinna. Skipandi foreldrar eru streitusæknir, fjarlægir, útskýra ekki reglur og hvetja ekki til munnlegra samskipta þar sem þarf að gefa og þiggja. Eftirlátir foreldrar gefa börnum sínum algjört frelsi. Þeir hafa takmarkaðar væntingar og gera litlar kröfur til barna sinna. Afskiptalausir foreldrar sýna lítinn áhuga á lífi barna sinna og hafa litlar væntingar til þeirra (Baumrind, 1991; Eggen 2001). Leiðandi foreldrar virðast ná bestum árangri í að efla heilbrigða persónulega þróun hjá börnum sínum. Börn þurfa þá áskorun, formgerð og stuðning í lífinu sem leiðandi foreldrar veita (Eggen, 2001). Foreldri sem hlúir að og hvetur til sjálfstæðis og hlutdeildar barns síns og hefur skýrar reglur og væntingar heima jafnt sem heiman stuðlar að heilbrigðum skilningi á sjálfsstjórn og samkeppni hjá barninu (Grolnick, Kurowski og Gurland, 1999; Wentzel, 1999). Niðurstöður íslenskrar langtímarannsóknar á tengslum uppeldishátta og sjálfsálits 14 og 21 árs gamalla einstaklinga (þeirra sömu með sjö ára millibili) benda til langvar- andi áhrifa uppeldishátta. Þar kemur í ljós að uppeldishættir unglinganna við 14 ára aldur tengdust enn sjálfsáliti þeirra sjö árum síðar. Þeir 14 ára unglingar sem töldu for- eldra sína viðurkenna hugmyndir sínar, skoðanir og tilfinningar og hvetja sig til að tjá þær höfðu meira sjálfsálit en unglingar sem töldu foreldra sína ekki gera það (Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristín Lilja Garðarsdóttir, 2004). Enn fremur kemur fram í rann- sókn sem gerð var á tóbaksreykingum meðal reykvískra unglinga á árunum 1994– 1996 að unglingar leiðandi foreldra virðast nokkuð vel verndaðir gegn þeirri áhættu að byrja að reykja í samanburði við unglinga foreldra sem eru skipandi, eftirlátir eða afskiptalausir (Sigrún Aðalbjarnardóttir og Leifur Geir Hafsteinsson, 1998).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.