Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 62
62
NÁMSMAT Í HÖNDUM KENNARA
foreldra. Námsmat er ekki markmið heldur leiðin að markmiðinu. Niðurstöður rann-
sóknarinnar benda til þess að unnið sé að úrbótum á námsmati í mörgum grunnskól-
um, en hins vegar er ljóst að það er ekki einungis í valdi skólastjórnenda að stuðla að
breytingum á matskerfinu innan skóla, heldur einnig kennara þar sem þeir sjá um
skipulagningu, skráningu og miðlun matsniðurstaðna. Námsmat þarf að hvetja nem-
endur til virkrar þátttöku í náminu og styrkja sjálfsmynd þeirra. Mikilvægt er að nem-
endur viti hvert ferðinni er heitið og fái tækifæri til nýta sér mismunandi aðferðir til að
komast á leiðarenda, að þeir læri að setja sér markmið með hjálp kennarans. Námsmat
er ekki hið sama og einkunn, sem er aðeins tiltekið birtingarform matsniðurstaðna.
Þess vegna er ekki nauðsynlegt að gefa einkunn fyrir öll verkefni eða próf. Vitnisburð
úr námsmati má setja fram á fjölbreyttari hátt. Námsmat í skólum þarf stöðugt að vera
í endurskoðun til að koma til móts við breyttar aðstæður, og stuðla þarf að aukinni
þekkingu kennara og samvinnu þeirra og nemenda í námsmati. Til þess að svo megi
verða þurfa kennarar að hafa aðgang að fagfólki og fá ráðgjöf um námsmat, en með
aukinni þekkingu þeirra og færni vaxa líkur á að námsmat þróist í grunnskólum.
HEIMILDIR
Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.
Airasian, P. W. (2000). Assessment in the classroom. A concise approach (2. útgáfa). Boston:
McGraw Hill.
Anderson, L. W. (2003). Classroom assessment. Enhancing the quality of teacher decision
making. Mahwah: Lawrence Erlbaum Associates.
Andri Ísaksson (1983). Námskrárgerð og námskrárfræði. Í Sigurjón Björnsson (Ritstj.),
Athöfn og orð. Afmælisrit helgað Matthíasi Jónassyni áttræðum (bls. 25–44). Reykjavík:
Mál og menning.
Arter, J. og McTighe, J. (2000). Scoring rubrics in the classroom. Using performance criteria
for assessing and improving student performance. Thousand Oaks: Corwin Press.
Black, P. (1998). Testing: Friend or foe? Theory and practice of assessment and testing. London:
Falmer Press.
Black, P., Harrison, C., Lee, C., Marshall, B. og Wiliam, D. (2003). Assessment for learning.
Putting it into practice. Berkshire: Open University Press.
Black, P. og Wiliam, D. (1998). Inside the black box. Raising standards through classroom
assessment. Phi Delta Kappan, 80(2), 139–147.
Cizak, G. J., Fitzgerald, S. M. og Racher, R. E. (1997). Teachers’ assessment practices:
Preparation, isolation and the kitchen sink. Educational Assessment, 3(2), 159–179.
Cohen, L., Manion, L. og Morrison, K. (2000). Research methods in education (5. útgáfa).
London: Routledge Falmer.
Fraenkel, J. R. og. Wallen, N. E. (1996). How to design and evaluate research in education.
New York: McGraw Hill.
Gall M. D., Borg, W. R. og Gall, J. P. (1996). Educational research: An introduction
(6. útgáfa). New York: Longman.
Goodrich, H. (1997). Understanding rubrics. Educational Leadership, 54(4), 14–17.