Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 128
128
HVAÐ SEGJA TE IKN INGAR BARNA UM HUGMYNDIR ÞE I RRA UM L ÍKAMANN S INN?
gætum ekki stjórnað, svo sem hjarta, og einnig nefndi hún að það væru vöðvar alveg
frá munninum og niður í rass sem hjálpuðu til við að melta matinn og ýta honum
áfram niður meltingarveginn. Hún lagði einnig áherslu á að tyggja matinn vel og söng
með þeim: „Allur matur á að fara upp í munn og ofan í maga, svo ekki gauli garnirn-
ar“. Kennarinn sýndi þeim mynd í kennslubókinni Komdu og skoðaðu líkamann þegar
hún ræddi við þau um hollan mat, tennurnar og meltinguna (sjá mynd 11).
Mynd 11 – (Gunnhildur Óskarsdóttir og Ragnheiður Hermannsdóttir, 2001a, bls.17).
Eftir þessa umfjöllun fengu börnin hvítt blað með mynd af barni með opinn munn og
fengu fyrirmæli um að teikna matinn sem barnið ætlaði að borða og teikna síðan mag-
ann og sýna hvernig maturinn liti út í maganum.
Aðeins fjögur börn teiknuðu meltan eða hálfmeltan matinn (litla bita) í maganum.
Hin öll teiknuðu matinn í heilu lagi, þ.e. heilar gulrætur, heilar brauðsneiðar, heil epli
o.s.frv. Þegar kennarinn sá hve mörg börn höfðu teiknað matinn í heilu lagi í mag-
anum ákvað hún að taka upp þráðinn að nýju og spurði þau af hverju þau teiknuðu
matinn í maganum í heilu lagi, hvort þau gætu til dæmis kyngt heilu epli. Nei, þau
héldu nú aldeilis ekki, „þá myndum við kafna og bara deyja!“ Þegar hún spurði þau
hvers vegna þau teiknuðu þá matinn í heilu lagi í maganum svaraði einn fyrir hópinn
og sagði: „Við gerðum bara okkar besta“.
Nokkrum mánuðum seinna, í 2. bekk, var umfjöllun um meltinguna tekin upp aft-
ur. Kennarinn útskýrði meltinguna ítarlega, leiðina sem maturinn fer, upptöku nær-
ingar og fjallaði um líffærin sem mynda meltingarfærin. Síðan tók hún tvær Weetabix-
morgunverðarkökur og setti í glæran plastpoka og hellti mjólk saman við. Svo gekk
hún á milli barnanna með pokann á milli handanna og sagði að nú væru hendur henn-
ar að leika vöðvana í maganum. Weetabixið og mjólkin blandaðist saman mjög fljótt.
Strax eftir þessa sýnikennslu og útskýringar og umræður sem henni fylgdu fengu
börnin aftur alveg eins blað og árið áður og voru beðin að teikna matinn áður en hann
fer ofan í maga og síðan aftur eins og hann lítur út í maganum. Nú teiknuðu öll börnin
matinn í maganum blandaðan saman eins og sést á mynd 12.