Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 74
74
HVERNIG RÆTT IST SPÁ IN?
eða víxlað. Þar að auki vildi heilu orðhlutana vanta í fleirkvæð orð, og yrtar setningar
voru hvorki rétt upp byggðar né merkingarlega tæmandi.
Umbun og hvatning
Virkni nemandans, samvinna við kennara og sýnilegur áhugi hans á verkinu var vak-
inn og haldið við með því að hrósa honum jafnóðum, hátt og glaðlega með hvetjandi
tóni og breytilegu orðalagi, fyrir vinnuna í hverri kennslustund. Einnig var smella
(clicker, tag) notuð í mörgum tímum til að gefa nemandanum merki um að svar hans
væri rétt (Pryor, 1999). Hvort, og þá hversu mikið umsvifalaus hvatning og viðgjöf
vógu í framförum nemandans í námsefninu var ekki skoðað sérstaklega, og verður
ekki fjallað nánar um þátt atferlisstjórnunar með jákvæðri styrkingu hér. Hins vegar
skal minnt á að umsvifalaus staðfesting og jákvæð viðbrögð kennarans við athöfnum
nemandans er ófrávíkjanlegur hluti þess að kenna með beinum fyrirmælum. Sam-
kvæmt því lítur DI-líkanið svona út: Sýna – leiða/hrósa – prófa/hrósa. Án slíkrar íhlut-
unar hefði verkið að öllum líkindum reynst óframkvæmanlegt enda þá einnig verið
um einhverja aðra kennsluaðferð að ræða en bein fyrirmæli.
Kennslutímabilið
Kennslan fór fram með nokkrum mislöngum hléum á tveimur kennslutímabilum, í
157 klukkustundir samtals. Fyrra tímabilið var frá 19. janúar til 12. maí 2005, og hið
síðara frá 26. september 2005 til 27. apríl 2006.
Fyrra tímabil
Kennslustundir urðu alls 69, alla virka daga. Annað í daglegu lífi nemandans var
óbreytt , þ.e. vera hans í bekknum, vinna í lesveri og tímar í málörvun. Kennt var:
1. 19. janúar–31. mars 2005, 43 stundir. Þá umskráði nemandinn málhljóð í bókstafi
og bókstafi í málhljóð. Einnig æfðist hann þá í að kveða að (blanda hljóðum) og
skrifa stafi og stutt einkvæð orð eftir upplestri.
2. 1. apríl–14. apríl 2005, 10 stundir. Áfram var haldið með tækniæfingar, nú við að
greina að orð og orðleysur með einföldum og tvöföldum innstæðum samhljóða
svo sem baka – bakka, sata – satta. (Sá hluti kennslunnar verður ekki kynntur
nánar að sinni).
3. 15. apríl–12. maí 2005, 13 stundir. Nemandinn las samfellda textann sem próf-
aður var þann 18. janúar (1. texti), ásamt öðrum texta (2. texti) sem sýndist af
svipaðri þyngd, og aðra tvo texta að auki (3. og 4. texti), aðeins þyngri. Einnig
voru þrjár stundir nýttar til annarra æfinga, m.a. til að lesa óhljóðrétt orð sem
rituð eru með fn og fl og borin fram sem b, svo sem höfn og skafl.
Hér skal minnt á að æfingar í lestri samfellds texta hófust áður en lokið var við að
kenna og þjálfa umskráningu allra málhljóða og bókstafa. Einnig var kennslu í lestri
samfelldu textanna hætt vegna sumarleyfa áður en settu fyrsta færnimiði um 150 rétt
lesin atkvæði á mínútu var náð.