Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 174

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 174
174 HÁSKÓLAST IG IÐ Í L JÓS I HNATTVÆÐINGAR Barátta, sigrar og efasemdir Flestir þátttakendanna hafa lagt mikið á sig í náminu og eru staðráðnir í að ljúka því. Þeir lýsa baráttu og sigrum og hvernig þeir hafa komist yfir erfiða hjalla. Það er þó at- hyglisvert, og e.t.v. áhyggjuefni, að margir taka fram að þeir muni tæplega treysta sér til að kenna í bekkjum og síst af öllu til að verða umsjónarkennarar í íslensku grunn- skólaumhverfi. Asísk kona segir: ?Because of the challenges I´m still here.?/?Vegna áskorananna er ég enn hér.? Og asísk kona nefnir: ?I was there on my own .. and I survived!?/?Ég var þar ein og óstudd ... og ég hafði það af!? Evrópsk kona segir: ?Ég hef nýtt mér þjónustu, fæ kannski of mikla núna og vil nú fara að draga úr henni, verða eins og hinir.? Flestir þátttakendanna draga fram jákvæða reynslu þrátt fyrir erfiðleikana. Amerísk kona segir: ?Reynslan af náminu og búsetunni hefur breytt mér mikið. Ég hef fengið aðra sýn á hlutina, gegnum ?íslensk augu?, ég er sjálfstæðari.? Asísk kona segir: ?Ég er mjög ánægð með námið. Ég hef lært mikið og sjálfstraust mitt hefur aukist mikið. Ég er sterkari manneskja eftir námið.? Starfsvettvangurinn Í viðtölunum við erlendu nemendurna kemur fram það sjónarhorn hjá grunnskóla- kennaranemunum að þeir telji sig ekki geta kennt í íslenskum grunnskólum að námi loknu. Þeir segjast ekki vera tilbúnir til þess, sérstaklega ekki sem bekkjarkennarar. Þegar þeir eru beðnir að útskýra þetta nánar nefna þeir m.a. skort á íslenskukunnáttu og ótta við niðurlægingu af hálfu nemenda sinna. Þessi niðurstaða bendir til þess að námið í heild, tilteknir þættir þess eða vettvangsnámið veiti þeim ekki það sjálfstraust, styrk og hvatningu sem þarf til að takast á við starfsvettvanginn í grunnskólum. Allt annað sjónarhorn kemur fram hjá leikskólakennaranemunum. Þeir tala sérstaklega um það hversu hvetjandi starfsvettvangurinn í leikskólunum sé, bjóði þá velkomna og að þeim bjóðist starf strax að loknu námi. Þeir nefna einnig að þeir finni hversu mikil þörf sé þar fyrir starfskrafta þeirra, ekki síst tungumálakunnáttu. Þessa þörf finni þeir hjá börnunum í leikskólunum ekki síður en starfsfólkinu. Íslenskt samfélag ? íslenskir háskólar Þátttakendurnir fjalla um stöðu sína í íslensku samfélagi, erfiðleika við að fá aðgang að samfélaginu og hvernig háskólanámið hefur styrkt stöðu þeirra og sjálfsmynd. Sumir líta á sig sem mikilvæga brautryðjendur fyrir annað fólk af sama uppruna og taka þá stöðu sína alvarlega. Asísk kona lýsir því hversu erfitt er að fá aðgang að samfélaginu: It is a very tight society. If you come for a short time, it is alright, everyone is very nice, but if you want to stay for a longer time, everything changes./ Þetta er mjög lokað samfélag. Ef maður kemur í stuttan tíma, er það í lagi, allir eru mjög almennilegir, en ef maður vill vera lengur breytist allt. Evrópsk kona segir: ?Ég get nýtt vel fyrri menntun mína og reynslu.? Asísk kona segir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.