Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 21

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 21
MAR ÍA STE INGR ÍMSDÓTT I R 21 arar þurfi meira en góða námsefnisþekkingu til að uppfylla þær kröfur sem nú eru gerðar til kennarastarfsins. Í kennarastarfinu felst margt sem er öðrum en kennurum ósýnilegt, svo sem um- hugsun og umsýsla um hvern og einn nemanda. Þá fer mikill tími í hið óvænta og ófyrirséða sem alltaf fylgir mannlegum samskiptum. Í rannsókninni kom fram að vinnu- tími nýliðanna var langur, skuldbinding þeirra við starfið og nemendur virtist mikil og því olli það þeim vanlíðan ef þeir töldu sig ekki geta gert eins vel og þeir vildu. Það kallar fram spurninguna um það hvenær kennari hættir í vinnunni. Felst ef til vill munurinn á kennarastarfinu og öðrum sérhæfðum störfum einkum í framangreindum atriðum? Sú lýsing sem viðmælendur gefa á vinnunni og því hversu skuldbundnir þeir virðast vera starfinu fellur vel að skilgreiningu Brodda Jóhannessonar (1978) á skuldbundnu lífsstarfi. Þennan hluta starfsins er erfitt að kenna fyrirfram, heldur er þetta nokkuð sem nýir kennarar þurfa að fá tækifæri til að aðlagast og læra að takast á við þegar út í starfið er komið. Það vekur eftirtekt að viðmælendurnir skuli telja að störfin utan kennslustundanna taki of mikinn tíma frá því sem þeim finnst tilheyra sjálfri kennslunni. Ætla má að þeir séu að átta sig á ýmsum störfum sem tilheyra kennarahlutverkinu og voru þeim dulin í vettvangsnámi; vinnu sem er órjúfanlegur hluti starfsins miðað við þá ábyrgð og skyldur sem felast í því. Viðtekið viðhorf virðist vera í skólum að nýliðum sé falin sama ábyrgð og ætlast sé til þess sama af þeim og reyndari kennurum. Því er ekki óeðlilegt að þeir beri sig saman við eldri og reyndari kennara. Lesa má út úr viðtölunum að viðmælendur gerðu óraunhæfar kröfur til sjálfra sín um að ná sömu færni í starfi og reyndari kenn- arar. Sýnilegt er þó að viðmælendur lögðu mikið á sig til að standast samanburð og væntingar sem nemendur, foreldrar, samkennarar og stjórnendur gerðu til þeirra. Hjá Renard (2003) kemur sú skoðun fram að nýir kennarar séu krafðir um færni sem þeir hafa ekki öðlast og geti aðeins öðlast með reynslu, því þurfi ekki að undrast að þeir láti hugfallast eða efist um hæfni sína til starfsins. Þó að í kennaranámi sé leitast við að undirbúa verðandi kennara á faglegan hátt er það ekki fyrr en út í starfið er komið sem þeir uppgötva hvað felst raunverulega í því. Þetta samræmist skoðunum Feiman-Nemser (2003) sem telur að ekki sé hægt að kenna allt það í kennaranámi sem þarf til þess að ná árangri í kennslu og hæpið að álíta að við brautskráningu sé kennari fullnuma í faginu. Í raun má túlka það svo að allt fyrsta árið séu nýliðar að fást við ný og ný viðfangs- efni. Þó leggja þeir ekki í að reyna sérstakar kennsluaðferðir eða verkefni enda virðast þeir fá mjög litla hvatningu frá stjórnendum eða samkennurum til að koma fram með hugmyndir sínar og virðast ekki áræða að koma skoðunum sínum á framfæri vegna þess að þeir telja að þær falli ekki alltaf að skoðunum þeirra sem fyrir eru. Þeim finnst öruggara að fljóta með straumnum í fyrstu. Athyglisverð er reynsla viðmælendanna af eftirlitsleysi og jafnvel afskiptaleysi og ætla má að þetta auki á óöruggi þeirra í starfi, auk þess sem það undirstrikar að þeir fá litla sem enga endurgjöf á starf sitt og vita því ekki hvernig þeir standa sig. Sennilegt er að þetta ýti undir það sem kemur fram í rannsókninni, að viðmælendur finni jafn- vel til minnimáttarkenndar gagnvart reyndu samstarfsfólki sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.