Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 135
135
GUNNHILDUR ÓSKARSDÓTTIR
að takast á við ný viðfangsefni – með stuðningi annarra, sem þýðir að þær hafa haft
áhrif á þroskasvæði þeirra ef tekið er mið af hugmyndum Vygotsky.
Mikilvægt er að hafa í huga að teikningar barna gefa ekki alltaf rétta mynd af hug-
myndum þeirra. Þess vegna verða kennarar að fara varlega þegar þeir meta hugmyndir
þeirra og þekkingu út frá teikningum einum saman. Hins vegar geta teikningar barna
gefið mikilvæga innsýn og verið veigamikill þáttur í námsmati. Teikningar barna geta
hjálpað kennara að nálgast hugmyndir þeirra sem eru feimin við að tjá sig munn-
lega og skriflega eða eiga erfitt námslega eins og niðurstöður rannsóknarinnar sýna.
Hefðu teikningar ekki verið notaðar í þessari rannsókn sem ein af rannsóknaraðferð-
unum hefðu harla litlar upplýsingar fengist um hugmyndir hæglátu barnanna. Hins
vegar gefa teikningar barna sem hafa lítt þroskaðar fínhreyfingar ekki góða mynd
af hugmyndum þeirra. Teikningar geta því gefið innsýn og mikilvægar upplýsingar
en oftast þarf að afla upplýsinga á annan hátt meðfram til þess að fá sem gleggsta
mynd af hugmyndum barnanna. Miklu máli skiptir því að nota fleiri aðferðir, eins
og umræður, viðtöl og greinandi verkefni til að kanna og meta hugmyndirnar svo að
hægt sé að skipuleggja kennslu sem tekur mið af hugmyndunum sem flestra og vísar
veginn áfram.
HEIMILDIR
Aðalnámskrá grunnskóla – náttúrufræði (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.
Black, P. og Harlen, W. (1995). Living processes. Teachers guide. London: London Educa-
tional.
Bruner, J. S. (1996). The culture of education. Cambridge: Harvard University Press.
Bruner, J. S., & Haste, H. (1987). Making sense: The child’s construction of the world. London:
Methuen.
Carvalho, G. S., Silva, R., Lima, N. og Coquet, E. (2004). Portuguese primary school
children´s conceptions about digestion: Identification of learning obstacles. Interna-
tional Journal of Science Education 26(9), 1111–1130.
Cuthbert, A. (2000). Do children have a holistic view of their internal body maps?
School Science Review (82), 25–32.
Driver, R. (1983). The pupil as scientist? Milton Keynes: Open University Press.
Fosnot, C. T. (1996). Constructivism: theory, perspectives and practice. New York: Teachers
College Press.
Greig, A. og Taylor, J. (1999). Doing research with children. London: Sage.
Gunnhildur Óskarsdóttir og Ragnheiður Hermannsdóttir (2001a). Komdu og skoðaðu
líkamann. Reykjavík: Námsgagnastofnun.
Gunnhildur Óskarsdóttir og Ragnheiður Hermannsdóttir (2001b). Komdu og skoðaðu
likamann. Vefefni og kennsluleiðbeiningar. http://www.nams.is/komdu/lika-
mann/likaminn_frames.htm
Haney, W., Russel, M. og Babell, D. (2004). Drawing on education: Using drawings to
document schooling and support change. Harvard Educational Review 74(3), 241–271.