Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 185
185
Uppeldi og menntun
16. árgangur 2. hefti, 2007
INGÓLFUR ÁSGEIR JÓHANNESSON
Hvað skiptir mestu í kennaramenntun?
Kennaramenntun virðist vera á krossgötum núna. Það er þó ekki í fyrsta skipti því
ef litið er á sögu hennar hafa margvíslegar breytingar átt sér stað á þeirri rúmu öld
sem hún hefur verið við lýði hér á landi. Kennaramenntun er fjölbreytileg og um
hana er ýmiss konar ágreiningur. Þetta er ekki bara þriggja ára menntun grunnskóla-
kennara til bakkalárprófs eins og stundum mætti halda þegar hlustað er á rökræður
um kennaramenntun. Við menntum kennara til að starfa á þremur skólastigum, þ.e.
leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, auk þess sem menntaðir eru ökukennarar, dans-
kennarar, jógakennarar og háskólakennarar, svo að fáein önnur dæmi séu nefnd.
Þessir þankar einskorðast þó við menntun kennara fyrir leik-, grunn- og framhalds-
skóla. Meginleiðirnar fyrir þessi skólastig eru þriggja ára bakkalárnám fyrir leik- og
grunnskólakennara og þriggja ára eða lengra fagnám ásamt hálfs til eins árs námi í
kennslufræðum fyrir grunn- og framhaldsskóla. Iðnaðarmenn koma aðra leið inn í
skólakerfið með iðnmeistararéttindi og nám í kennslufræðum – og svona mætti lengi
telja alls konar leiðir. Auk þess starfar nú orðið margt annað fagfólk í skólakerfinu;
má þar nefna þroskaþjálfa, námsráðgjafa og bókasafnsfræðinga. Lágmarksmenntun
kennara hér á landi er þrjú eða fjögur ár en í raun er nám margra miklu lengra. Þetta
meginkerfi hefur verið við lýði síðan um 1970 með þeirri mikilvægu undantekningu
að menntun leikskólakennara varð jafngild menntun grunnskólakennara fyrir aðeins
tíu árum þegar bakkalárnám hófst við Háskólann á Akureyri haustið 1996 og skömmu
síðar við Kennaraháskóla Íslands.
Þegar þetta er ritað liggur ekki fyrir hvort lagt verður fram frumvarp um að menntun
kennara skuli vera fimm ára háskólanám. Flest þykir þó benda til þess, þannig að hér
verður gengið út frá því að slík breyting verði innan fárra ára. Hún hlýtur að skapa
svigrúm til að breyta formi og innihaldi og margir hugsa sér gott til glóðarinnar að
geta bætt einhverju við. En mun lengri kennaramenntun bæta skólastarf?
Áherslubreyting, lenging, viðbót
Fjölbreytileiki kennaramenntunar ætti að mínum dómi að vera styrkur fyrir skólakerfið
en ég er ekki viss að hann nýtist sem skyldi. Hvers vegna? Margt kemur til en ég nefni
þó aðeins tvennt: Ég held að margt skólafólk upplifi það sem óþægindi þegar til starfa
kemur fagfólk með annan bakgrunn en það sjálft, kennarar sem annað fagfólk. Er
þriggja ára bakkalárlíkanið svona sterkt í hugum fólks? Kannski skiptir sú staðreynd
að lengi sáu aðeins tveir skólar um kennaramenntun fyrir leikskóla og yngri bekki
grunnskóla, þ.e. Fósturskóli Íslands og Kennaraskóli Íslands, síðar Kennaraháskóli
Íslands, máli í þessu sambandi. Hitt atriðið sem ég nefni hindrar ekki síður að fjöl-
breytileiki í menntun og bakgrunni gagnist skólunum. Það er sú staðreynd að okkur