Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 38

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 38
38 JÁKVÆTT STARFSUMHVERF I KENNARA – AUK IN V INNUGLEÐ I Þegar niðurstöður stjórnunarþáttanna fimm eru skoðaðar sést að samskipti og samstaða hafa marktæk áhrif á tilfinningaþrot, þannig að svo virðist sem kennarar viðhaldi betur starfsþreki sínu ef stjórnendur sinna þeim þáttum vel. Áfram þarf að fara varlega í að túlka niðurstöður um hlutgervingu, eins og að framan greinir, en þar sýna sömu þættir fylgni og varðandi tilfinningaþrot að þættinum verkstjórn við- bættum. Enginn stjórnunarþáttanna sýnir marktæka fylgni við starfsárangur og engin marktæk tengsl eru við þættina breytingar og þróun færni. Þessir þættir, eins og Leiter og Maslach setja þá fram, skýra því ekki þá kulnun sem finnst meðal kennara. Maslach og félagar (2001) benda einnig á að fyrstu skrefin í vinnu þeirra við að skoða þætti starfsumhverfisins lofi góðu en séu ekki fullnægjandi, og þau virðast vera enn styttra komin í að rannsaka og fjalla um stjórnunarþættina fimm. Þau hafa sett fram hugtök og kenningar, en ekki nýjar rannsóknarniðurstöður þar sem þau raun- prófa það. Schaufeli og Bakker (2004) gagnrýna framsetningu Leiter og Maslach á kulnun og vinnugleði sem andstæðum skautum á sömu vídd. Setja þeir við hana spurning- armerki, einkum í ljósi umræðu um það hvort jákvæðar og neikvæðar tilfinningar af þessu tagi séu beinlínis andstæður eða feli í sér mismunandi þætti. Einnig segja þeir að gera þurfi nýjan spurningalista til að meta þetta, ekki sé hægt að nota spurn- ingalista sem gerður var til að meta kulnun og snúa bara gildunum við. Þeir benda enn fremur á skrif Russell og Caroll sem halda því fram með gildum rökum að jákvætt og neikvætt tilfinningaástand sé óháð hvort öðru og því sé ekki hægt að setja það fram sem tvö andstæð skaut á sömu vídd (í Schaufeli og Bakker, 1999). Niðurstöður gefa til kynna að rúmlega 80% kennaranna vinni undirbúningsvinnu aðallega í eyðum milli kennslustunda eða strax eftir kennslu. Það bendir til þess að kennsla og undirbúningsvinna þeirra myndi að mestu samfelldan tíma. Það kemur í raun á óvart hve fáir sögðust nota annan tíma (þrettán vinna á kvöldin og einn um helg- ar), m.a. vegna athugasemda um kosti þess að geta tekið vinnuna með sér heim, nýtt sveigjanleikann og ráðið því þannig, að einhverju leyti, hvenær hluta starfsins er sinnt. Segja má að vinnutími kennara samkvæmt stundaskrá sé ósveigjanlegur en þegar kennslutímanum lýkur er hann talsvert sveigjanlegur miðað við vinnutíma ýmissa ann- arra starfsstétta. Niðurstöður gefa einnig til kynna að kennarar hafi jákvæð viðhorf í garð sveigjanlegs vinnutíma og vilji standa vörð um hann, þótt þeir nýti sér það í litlum mæli að vinna að undirbúningi á kvöldin og um helgar. Það bendir til þess að almennt standi þeir vörð um skil milli starfs og einkalífs, en það hlýtur að teljast jákvætt. Það vekur athygli hvað undirbúningstími kennaranna virðist misjafnlega langur, frá einni og upp í sjö stundir að jafnaði á dag. Enn fremur er það athyglisvert hvað hann er marktækt breytilegur eftir aldursstigum sem kennt er á. Niðurstöður varðandi afstöðu til skilgreinds vinnutíma og svör um skilgreindan viðverutíma og notkun á undirbúningstíma að sumri staðfesta vel þá tilgátu að vinnu- tími kennara sé töluvert breytilegur. Því hlýtur oft að vera erfitt fyrir þá að gera sér grein fyrir virkum heildarvinnutíma sínum. Þeir vinna misjafnlega lengi að daglegum undirbúningi og á mismunandi tímum. Þá sinna þeir 150 tíma vinnuskyldu sumarsins á mismunandi hátt og á ólíkum tímum. Samkvæmt svörum flytja þeir umtalsverðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.