Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 125
125
GUNNHILDUR ÓSKARSDÓTTIR
var í kennslunni, er mynd af vöðvum í upphandlegg og er hugsanlegt að hér sé um
möguleg hermiáhrif (e. imitation effect) að ræða og börnin hafi haft þessa mynd í huga
þegar þau teiknuðu vöðvana á líkamann (sjá mynd 6 og 7).
Mynd 6 ? Mynd úr kennslubókinni sem tengist umfjöllun um vöðva
(Gunnhildur Óskarsdóttir og Ragnheiður Hermannsdóttir, 2001 bls.10).
Mynd 7 ? Myndin sýnir teikningar þriggja barna af vöðvum líkamans.
Líffæri ? hjarta, heili, lungu, magi.
Í upphafi rannsóknarinnar voru börnin einnig beðin að teikna þau líffæri sem þau
vissu að væru í líkamanum inn á mynd með útlínum líkamans. Tekið var fram að
í þetta sinn ættu þau ekki að teikna beinin. Hjartað og heilinn voru þau líffæri sem
flest börnin teiknuðu. Tólf börn teiknuðu heilann en öll börnin teiknuðu hjartað, þar
af teiknuðu sautján þeirra V-laga hjarta. Þrettán börn teiknuðu æðar út um allan lík-
amann en þrjú börn teiknuðu líkamann fullan af blóði. Aðeins fjögur börn teiknuðu
lungu (eða eitt lunga) á fyrri teikninguna af líffærunum og aðeins tvö börn teiknuðu
magann. Hins vegar teiknuðu önnur fjögur börn eitthvað sem minnti á garnir eða
þarma en mundu ekki hvað það hét.
Einum mánuði seinna, eftir að hafa fjallað um líkamann, skoðað myndir af líffærum
og gert athuganir sem þó nær eingöngu sneru að sjáanlegum líkamshlutum, beinum og
vöðvum, skynfærunum, hollustu og hreinlæti, voru börnin aftur beðin að teikna líffærin
í líkamanum. Áður en þau gerðu þetta höfðu börnin líka unnið gagnvirkt verkefni á vef