Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 154
154
ÞRÓUN TEXTAGERÐAR FRÁ M IÐBERNSKU T I L FU L LORÐ INSÁRA
og ætti að taka framfarakipp í takt við vitþroska og menntun á aldursskeiðinu sem
þessi rannsókn spannar.
Í köflunum hér að framan dró ég saman niðurstöður tölfræðilegrar greiningar á
lengd texta, setninga og málsgreina í frásögnum og álitsgerðum eftir aldri. Áður en
lengra er haldið er rétt að slá a.m.k. einn varnagla enn því þessar tölfræðilegu nið-
urstöður gefa auðvitað ekki endanleg svör við rannsóknarspurningunum. Þær ber að
taka sem vísbendingar sem fylgja þarf eftir með ítarlegri eigindlegri og megindlegri
greiningu á fleiri hliðum gagnanna, svo sem orðaforða, textabyggingu o.fl. Að svo
mæltu tel ég óhætt að segja að niðurstöðurnar styðji tryggilega tilgáturnar sem settar
voru fram í upphafi, svo langt sem þær ná.
Í fyrsta lagi er kerfisbundinn munur á frásögnum og álitsgerðum. Í grein um sagn-
liði í fimm tungumálanna í samanburðarrannsókninni (Hrafnhildur Ragnarsdóttir,
Aparici, Cahana-Amitay, van Hell og Viguié, 2002) kom fram að strax 10 ára ber notk-
un barna á tíðum, horfum o.fl. formdeildum sagna þess merki að þau gera skýran
greinarmun á textategundunum tveimur. Í íslenskum frásögnum er þátíðin ríkjandi
tíð, en nútíð í álitsgerðum. Í niðurstöðunum nú kom auk þess fram að frásagnirnar
innihalda hlutfallslega minna af aukasetningum, einkum tilvísunar- og fallsetningum,
og eru marktækt lengri en álitsgerðir. Allt bendir þetta til þess að frásagnir séu „auð-
veldari“ textagerð en álitsgerðir, sem eru þéttofnari og setningafræðilega flóknari.
Í öðru lagi staðfesta niðurstöðurnar að þróun máls og málnotkunar er langt í frá
lokið við 11, 14 eða jafnvel 17 ára aldur. Gríðarmiklar breytingar verða bæði á lengd
textanna og aðferðum við að tengja setningar saman í málsgreinar (samloðun) á því
aldursbili sem rannsóknin spannaði. Auk þessara megindlegu vísbendinga var auð-
séð á textadæmunum fjórum í inngangi að efnistök voru allt önnur og frumstæðari
hjá 11 ára börnunum en hjá menntskælingunum. Sé lengd og aukasetningastuðull
vísbending um gæði er síðan enn meiri gæðamunur á milli þeirra síðarnefndu og
texta fullorðinna. Þessar fyrstu niðurstöður benda því eindregið til þess að færni í
beitingu máls í flóknum boðskiptahlutverkum, eins og á reynir í þessari rannsókn,
sé fjarri endapunkti þegar skólaskyldu lýkur og eigi sér blómlegan þroskaferil fram á
fullorðinsár – að minnsta kosti hjá þeim sem halda áfram skólagöngu eftir grunnskóla
og síðar í háskóla, eins og þátttakendur í rannsókninni höfðu gert.
En hvenær verða þessar miklu breytingar og hvað býr þar að baki? Eins og við
var búist varð stórt framfarastökk á milli 11 og 14 ára aldurs í öllum löndunum. Það
kom hins vegar á óvart að litla sem enga breytingu var að sjá milli 14 og 17 ára aldurs
í íslenska hópnum (a.m.k. á þeim hliðum málnotkunar sem hér voru til skoðunar)
en hins vegar gríðarlega breytingu á milli menntskælinganna (17 ára) og fullorðnu
textahöfundanna. Þetta mynstur í íslensku gögnunum er gerólíkt því sem fram kom í
hinum löndunum þar sem alls staðar varð stór framfarakippur frá 13–14 ára til 16–17
ára aldurs (sjá m.a. Berman og Verhoeven, 2002; Berman og Nir-Sagiv, 2007). Eins og
reifað var í inngangi eru unglingsárin tímabil þar sem bæði þroska- og menntunar-
forsendur skapast fyrir framfarir í flókinni textagerð. Vitsmunaþroski og félagslegur
skilningur taka stökkbreytingum og opna unglingnum smátt og smátt nýja og hlut-
lægari sýn á sjálfan sig og heiminn umhverfis. Í og eftir áttunda bekk eru langflestir
nemendur auk þess orðnir fluglæsir og hafa náð góðu valdi á ritmáli. Eins og vænta