Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 154

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 154
154 ÞRÓUN TEXTAGERÐAR FRÁ M IÐBERNSKU T I L FU L LORÐ INSÁRA og ætti að taka framfarakipp í takt við vitþroska og menntun á aldursskeiðinu sem þessi rannsókn spannar. Í köflunum hér að framan dró ég saman niðurstöður tölfræðilegrar greiningar á lengd texta, setninga og málsgreina í frásögnum og álitsgerðum eftir aldri. Áður en lengra er haldið er rétt að slá a.m.k. einn varnagla enn því þessar tölfræðilegu nið- urstöður gefa auðvitað ekki endanleg svör við rannsóknarspurningunum. Þær ber að taka sem vísbendingar sem fylgja þarf eftir með ítarlegri eigindlegri og megindlegri greiningu á fleiri hliðum gagnanna, svo sem orðaforða, textabyggingu o.fl. Að svo mæltu tel ég óhætt að segja að niðurstöðurnar styðji tryggilega tilgáturnar sem settar voru fram í upphafi, svo langt sem þær ná. Í fyrsta lagi er kerfisbundinn munur á frásögnum og álitsgerðum. Í grein um sagn- liði í fimm tungumálanna í samanburðarrannsókninni (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Aparici, Cahana-Amitay, van Hell og Viguié, 2002) kom fram að strax 10 ára ber notk- un barna á tíðum, horfum o.fl. formdeildum sagna þess merki að þau gera skýran greinarmun á textategundunum tveimur. Í íslenskum frásögnum er þátíðin ríkjandi tíð, en nútíð í álitsgerðum. Í niðurstöðunum nú kom auk þess fram að frásagnirnar innihalda hlutfallslega minna af aukasetningum, einkum tilvísunar- og fallsetningum, og eru marktækt lengri en álitsgerðir. Allt bendir þetta til þess að frásagnir séu ?auð- veldari? textagerð en álitsgerðir, sem eru þéttofnari og setningafræðilega flóknari. Í öðru lagi staðfesta niðurstöðurnar að þróun máls og málnotkunar er langt í frá lokið við 11, 14 eða jafnvel 17 ára aldur. Gríðarmiklar breytingar verða bæði á lengd textanna og aðferðum við að tengja setningar saman í málsgreinar (samloðun) á því aldursbili sem rannsóknin spannaði. Auk þessara megindlegu vísbendinga var auð- séð á textadæmunum fjórum í inngangi að efnistök voru allt önnur og frumstæðari hjá 11 ára börnunum en hjá menntskælingunum. Sé lengd og aukasetningastuðull vísbending um gæði er síðan enn meiri gæðamunur á milli þeirra síðarnefndu og texta fullorðinna. Þessar fyrstu niðurstöður benda því eindregið til þess að færni í beitingu máls í flóknum boðskiptahlutverkum, eins og á reynir í þessari rannsókn, sé fjarri endapunkti þegar skólaskyldu lýkur og eigi sér blómlegan þroskaferil fram á fullorðinsár ? að minnsta kosti hjá þeim sem halda áfram skólagöngu eftir grunnskóla og síðar í háskóla, eins og þátttakendur í rannsókninni höfðu gert. En hvenær verða þessar miklu breytingar og hvað býr þar að baki? Eins og við var búist varð stórt framfarastökk á milli 11 og 14 ára aldurs í öllum löndunum. Það kom hins vegar á óvart að litla sem enga breytingu var að sjá milli 14 og 17 ára aldurs í íslenska hópnum (a.m.k. á þeim hliðum málnotkunar sem hér voru til skoðunar) en hins vegar gríðarlega breytingu á milli menntskælinganna (17 ára) og fullorðnu textahöfundanna. Þetta mynstur í íslensku gögnunum er gerólíkt því sem fram kom í hinum löndunum þar sem alls staðar varð stór framfarakippur frá 13?14 ára til 16?17 ára aldurs (sjá m.a. Berman og Verhoeven, 2002; Berman og Nir-Sagiv, 2007). Eins og reifað var í inngangi eru unglingsárin tímabil þar sem bæði þroska- og menntunar- forsendur skapast fyrir framfarir í flókinni textagerð. Vitsmunaþroski og félagslegur skilningur taka stökkbreytingum og opna unglingnum smátt og smátt nýja og hlut- lægari sýn á sjálfan sig og heiminn umhverfis. Í og eftir áttunda bekk eru langflestir nemendur auk þess orðnir fluglæsir og hafa náð góðu valdi á ritmáli. Eins og vænta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.