Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 18
„OFSALEGA ERF I T T OG ROSALEGA GAMAN“
18
anburði við reyndari kennara. Þeir álitu þó að þetta væri frekar tilfinning þeirra sjálfra
en að samstarfskennarar litu svo á. Anna orðaði þetta á eftirfarandi hátt:
Ég held líka að það sé bara að nú er maður búinn að vera að læra þetta í þrjú ár í
kennaraskóla og búin að lesa svo mikið um þetta og á að vita hvað á að gera og
svo þegar kemur að því, já þá veit maður bara ekki neitt. Eða manni finnst það
alla vega.
Orð Freyju undirstrika enn frekar það óöryggi sem nýliðarnir fundu fyrir andspænis
reynslu samkennara þar sem hún segir:
Hún fær líka alltaf svo flottar hugmyndir að öllu og ég fæ engar. Þannig að maður
fær svona voðalega minnimáttarkennd gagnvart henni.
Í viðtölum í janúar og maí kom fram hjá viðmælendum að þeim fannst skorta á að ein-
hver liti eftir þeim og þeir fengju endurgjöf og ráðleggingar um starfið, í það minnsta
fyrstu mánuðina. Þeir undruðust allir eftirlitsleysið og jafnvel afskiptaleysi annarra,
bæði kennara og stjórnenda, sérstaklega hvað snerti starfið í skólastofunni. Þeir fundu
hvorki fyrir hvatningu né örvun í starfinu, „enda veit enginn hvernig við stöndum
okkur,“ sagði Freyja. Þeir töluðu einnig um mikla þörf fyrir að eiga trúnaðarvin sem
þeir treystu til að hlusta, einhvern sem þeir gætu létt á hjarta sínu við.
Flestum fannst að eftir fyrstu móttökur að hausti væri sleppt af þeim hendinni og
að þeir þyrftu að spjara sig sjálfir. Anna hafði þetta að segja um það að leita hjálpar:
„Mér fannst að af því að ég væri ný þá væri það einhver minnkun að leita hjálpar.“
Það kom einnig fram hjá meirihluta viðmælenda að þegar gætti mikils óöryggis hjá
þeim á haustönn hefðu þeir sérstaklega viljað fá hvatningu og örvun. Guðrún nefndi
að stjórnandi hafði gefið sig á tal við hana og sagði um það: „…að fá smá klapp á bakið,
það var alveg ótrúlega gott, það lyfti mér alveg helling upp.“
Þegar líða tók á veturinn álitu nýju kennararnir að þeir hefðu fallið smám sam-
an inn í þá menningu sem fyrir var í skólunum, hvort heldur sem þeim líkaði hún
eða ekki. Nokkrir þeirra óttuðust að þeir yrðu fyrir áhrifum af þeim viðhorfum sem
ríktu í kennarahópnum, sérstaklega hvað varðaði kennsluhætti og viðhorf til náms-
efnis. Einn tók svo til orða: „Nýja fólkið bara sogast með í það sem hinir eru að gera.“
Og þegar litið var til baka yfir veturinn áttu allir það sammerkt að þeim fannst erf-
iðara að prófa hugmyndir sínar í kennslunni en þeir bjuggust við. Þeir töldu sig þurfa
þetta fyrsta ár til að aðlagast starfinu og finna það öryggi sem þyrfti til að brjóta upp
kennsluhætti sem hefðu viðgengist. Elín orðaði það á þennan hátt: „…maður þarf að
máta sig við starfið, við vinnustaðinn og krakkana og ekki síst sjálfan sig.“
Í síðasta viðtalinu, þegar viðmælendur voru beðnir að meta framfarir sínar í starfi
þennan fyrsta vetur, kom fyrst upp í huga þeirra ákveðni við bekkjarstjórnun og í
samskiptum við nemendur. Þeir töldu sig orðna miklu öruggari í öllum samskiptum
og gætu nú verið „svona spontant“ eins og einn orðaði það. Þeim gekk betur en í
fyrstu að áætla hvað þeir kæmust yfir í hverjum tíma og þeir sögðust geta brugðið
meira út af kennsluáætlunum en þeir gerðu fyrst. Þeir sögðust einnig geta brugðist
betur við óvæntum uppákomum. „…og nú fer ég ekki á taugum ef til dæmis hjúkkan